200 tjón vegna holanna

Þessi hola er við hring­torg á Reykja­vegi, og get­ur skapað ...
Þessi hola er við hring­torg á Reykja­vegi, og get­ur skapað hættu fyr­ir öku­menn. mbl.is/Júlíus Sigurjónsson

Um tvöhundruð tilkynningar um tjón vegna holuaksturs hafa borist Vegagerðinni það sem af er ári. Eru tjónin þegar orðin um tvöfalt fleiri en allt árið í fyrra, þegar 110 tilkynningar bárust. Aukningin er því gríðarleg á milli ára og með því mesta sem sést hefur samkvæmt upplýsingum mbl.is.

Í nær öllum tilfellum sitja ökumenn uppi með tjónið óbætt og geta upphæðirnar numið hundruðum þúsunda. Ein­ung­is ein­um tjónþola hefur tek­ist að fá tjón sitt bætt en tjón vegna holuakst­urs fást ekki bætt með kaskó-trygg­ingu og öku­menn fá tjónið ekki bætt nema að búið hafi verið að til­kynna um hol­una sem olli því.

Hola í vegi á Sæ­braut.
Hola í vegi á Sæ­braut. mbl.is/Júlíus Sigurjónsson

Ástand vega á höfuðborg­ar­svæðinu hef­ur versnað mikið frá áramótum og víða hafa mynd­ast djúp­ar hol­ur í göt­um. Mbl.is hef­ur borist fjöldi ábend­inga um hol­ur víða um borg­ina, meðal annars í Skeifunni, Sigtúni, á Lækjargötu, Reykjanesvegi, Holtavegi, Framnesvegi, Suðurlandsbraut, Eggertsgötu, Melatorgi og víðar. Þá eru djúp­ar rák­ir á Vest­ur­lands­vegi og Sæ­braut sem geta skapað mikla hættu.

Sam­kvæmt upp­lýs­ing­un­um frá björg­un­ar­fé­lag­inu Vöku sem sinn­ir meðal ann­ars drátt­arþjón­ustu hef­ur orðið mörg hundruð prósent aukn­ing á út­köll­um af þessu tagi frá síðasta ári. Hafa síðustu vik­ur verið sér­stak­lega anna­sam­ar og fyr­ir­tækið fengið fjölda beiðna á dag.

Starfsmenn borgarinnar fylla í holur á höfuðborgarsvæðinu.
Starfsmenn borgarinnar fylla í holur á höfuðborgarsvæðinu. mbl.is/Golli

Sjóvá trygg­ir stærstu veg­hald­ara á höfuðborg­ar­svæðinu: Vega­gerðina, Hafn­ar­fjarðabæ og Reykj­vík­ur­borg. Sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá Sjóvá hef­ur orðið al­gjör spreng­ing í mál­um af þessu tagi og þau marg­falt fleiri en síðustu ár. Sigurjón Andrésson, markaðsstjóri Sjóvá, segir ástandið ennþá slæmt og valdi það Sjóvá geysilega miklum áhyggjum.

Sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá Vega­gerðinni er unnið að því að fylla upp í hol­ur af fremsta megni, en veður síðustu vik­ur hef­ur gert það erfiðara. Eft­ir hrun hafa verið notaðar ódýr­ari lausn­ir til að viðhalda slit­lagi en einnig að setja bæt­ur og fylla í hjól­för í stað þess að leggja nýj­ar yf­ir­lagn­ir.

Á Vest­ur­lands­vegi hafa mynd­ast rák­ir í vegi en þar sem ...
Á Vest­ur­lands­vegi hafa mynd­ast rák­ir í vegi en þar sem um stoðbraut er að ræða skap­ast mik­il hætta út frá þessu. mbl.is/Júlíus Sigurjónsson
mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

24,9 stiga hiti í Húsafelli

Í gær, 23:18 Sumarveðrið er í hámarki þessa dagana og um að gera að njóta, segir vakthafandi veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands. Hæstur hiti á landinu mældist í Húsafelli í dag 24,9 gráður, en hiti fór einnig yfir 24 gráður á Reykjum í Fnjóskadal og Ásgarði. Meira »

Handleggsbrotnaði á trampólíni

Í gær, 22:46 Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu var tilkynnt um trampólínslys við Sjávargrund um sexleytið í kvöld, en þar hafði handleggsbrotnað barn sem lenti illa er það var að hoppa á trampólíninu. Meira »

Komið í lag fyrir miðnætti

Í gær, 21:35 Fjarskiptatruflanir á Vestfjörðum eru að mestu leyti komnar í lag, þar sem flétta 1 er komin í loftið, sem nær til 99,9% landsmanna. Vonast er til að öllum fjarskiptaörðuleikum á svæðinu ljúki fyrir miðnætti. Meira »

Breytt útlit Landssímareitsins

Í gær, 21:30 Umhverfis- og skipulagssvið Reykjavíkur hefur samþykkt að auglýsa umsókn THG arkitekta að breytingu á deiliskipulagi Landssímareits við Austurvöll í Reykjavík. Talsverðar breytingar eru á útlitshönnun húsanna frá fyrri stigum eins og hér er sýnt á meðfylgjandi myndum. Meira »

Nýr viti mun rísa við Sæbraut

Í gær, 21:10 Um tíu ár eru síðan innsiglingarvitinn í turni Sjómannaskólans við Háteigsveg hvarf nánast úr augsýn sjómanna, eftir að ýmsar turnbyggingar voru reistar við Höfðatorg. Nú horfir til breytinga, en í bígerð er nýr viti sem staðsettur verður á landfyllingu við Sæbraut. Meira »

Stefnir á topp K2 á fimmtudag

Í gær, 20:54 John Snorri Sigurjónsson sem reynir fyrstur Íslendinga að komast á topp fjallsins K2 segir að hópur sinn áformi að vera þar á fimmtudag. Meira »

Fólk sækir í nábrækurnar

Í gær, 20:10 „Það sem dregur fólk aðallega að safninu er sagan. Það vinsælasta hér eru nábrækurnar,“ segir Sigurður Atlason, eigandi Galdrasafnsins á Hólmavík, en safnið varð á dögunum 17 ára og er fyrir löngu orðinn fastur punktur í tilveru Hólmvíkinga sem helsti ferðamannastaður bæjarins. Meira »

Íhuga einstefnu á hluta Þingvallavegar

Í gær, 20:20 Það er til skoðunar að gera hluta Þingvallavegar að einstefnuvegi. Rúta með 43 farþega valt á veginum í síðustu viku þar sem ástand vegarins er verst. Meiri háttar framkvæmdir eru fyrirhugaðar á veginum og standa vonir til að þær geti hafist í nóvember. Meira »

Skálholt ekki í eigu ríkisins

Í gær, 19:15 Skálholtskirkja er ekki í eigu ríkisins, þetta segir vígslubiskup Skálholts, sem kveður kirkjuna ekki hafa verið í eigu ríkisins í 50 ár. Í ræðu sinni á Skálholtshátíðinni lét dóms­málaráðherra þau orð falla að sinni ríkið ekki viðhaldi á fá­gæt­um menn­ing­ar­eign­um í eigu þess, eigi ríkið að koma þeim annað. Meira »

Of þungar rútur aka um Þingvelli

Í gær, 18:55 Of þungar rútur aka Gjábakkaveg í þjóðgarðinum á Þingvöllum en Vegagerðin takmarkar öxulþyngd á veginum við 8 tonn. Rútur fá hins vegar að keyra þar á undanþágu. Gert verður við veginn á næstunni en ástand hans er mjög slæmt. Ljóst er að fjölmargar rútur sem eru um 20 tonn fara um veginn. Meira »

Grasnytjar í hallæri og harðindum

Í gær, 18:44 Hvað ef hér yrði ekki bara hrun heldur líka hallæri og harðindi, landið einangrað frá umheiminum og okkur væru allar utanaðkomandi bjargir bannaðar? Trúlega færu allir sem vettlingi gætu valdið að stunda sjálfsþurftarbúskap, sem m.a. fælist væntanlega í að leita sér ætis út um allar koppagrundir. Meira »

Kveikti ekki í bílnum með ákveðinn tilgang í huga

Í gær, 18:35 Maðurinn sem grunaður er um að hafa kveikt í bifreið hjá Vogi við Stórhöfða á föstudaginn er enn í gæsluvarðhaldi og er málið enn í rannsókn hjá lögreglu. Meira »

Staðið til síðan ríkið eignaðist jörðina

Í gær, 18:20 Björt Ólafsdóttir umhverfisráðherra mun á morgun undirrita reglugerð sem felur í sér friðlýsingu Jökulsárlóns. Lónið mun því frá og með undirrituninni á morgun verða hluti af Vatnajökulsþjóðgarði. Meira »

Öll sveitarfélögin sýna vináttu í verki

Í gær, 17:24 Yfir 40 milljónir króna hafa safnast í Landssöfnun Hjálparstarfs kirkjunnar, Kalak og Hróksins, Vinátta í verki, vegna náttúruhamfaranna á Grænlandi. Þá hafa öll sveitarfélögin 74 lagt söfnuninni lið. Meira »

Skólpmengun hefur ekki áhrif á Kópavog

Í gær, 16:55 Svo virðist sem skólpmengunin við Faxaskjól hafi ekki áhrif á svæði innan Kópavogs. Mælingar voru gerðar í síðustu viku og verða þær endurteknar á fyrrihluta ágústmánaðar. Meira »

Robert Downey ekki með virk réttindi

Í gær, 17:52 Robert Downey, áður Róbert Árni Hreiðarsson, hefur ekki óskað eftir því að lögmannsréttindi sín verði endurvirkjuð, og er því ekki á skrá Lögmannafélags Íslands yfir lögmenn hér á landi. Meira »

Hundrað tonnum landað í brakandi blíðu

Í gær, 17:12 Ljósafellið hefur nú nýlokið við að landa um 100 tonnum af fiski á Fáskrúðsfirði. Uppistaðan í aflanum er þorskur sem fer til vinnslu í frystihús Loðnuvinnslunnar og ufsi sem fer á fiskmarkað. Meira »

Myndaði kvenkyns gesti laugarinnar

Í gær, 16:32 Starfsmaður sundlaugarinnar á Sauðárkróki er nú til rannsóknar hjá lögreglu vegna gruns um að hafa tekið ljósmyndir af kvenkyns gestum laugarinnar. Þetta staðfestir Stefán Vagn Stefánsson, yfirlögregluþjónn á Sauðárkróki, en lögregla hefur lagt hald á tölvur og annan tækjabúnað vegna rannsóknarinnar. Meira »
HÚSAVIÐHALD
Viðgerðir og viðhald fasteigna er okkar fag. Húsaklæðning ehf. hefur í áratugi ...
Húsnæði óskast til leigu
Hjón á sextugsaldri óska eftir góðu húsnæði með a.m.k. þremur svefnherbergjum. L...
 
Samkoma
Félagsstarf
Samkoma kl. 20 í Kristniboðs- salnum. R...
Skrifstofustjóri
Stjórnunarstörf
Skrifstofustjóri óskast til starfa hjá ...
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar 4 Smíðar/útskurður m./leiðb. kl...
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...