Ólafur og Dorrit í höll drottningar

Skjáskot af Rúv.is

Margrét Þórhildur Danadrottning fagnar 75 ára afmæli sínu á morgun en þessa stundina stendur yfir hátíðarkvöldverður í Kristjánsborgarhöll í Kaupmannahöfn. Meðal gesta eru Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, og eiginkona hans Dorrit Moussaieff eiginkona hans.

Hátíðarkvöldverðinn sækja einnig þjóðhöfðingjar frá hinum Norðurlöndunum og víðar úr Evrópu. Þar á meðal Haraldur Noregskonungur og Sonja drotting, Karl Gústaf Svíakoningur og Sylvía drottning og Filippus Spánarkonungur og Letizia drottning.

Myndband af því þegar Ólafur og Dorrit koma til kvöldverðarins má sjá á vef Ríkisútvarpsins.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert