Póstrekstur ekki hlutverk ríkisins

Ólöf Nordal innanríkisráðherra.
Ólöf Nordal innanríkisráðherra. mbl.is/Golli

Mikilvægt er að samkeppni þrífist í póstþjónustu líkt og á öðrum sviðum. Það gerist ekki ef fyrirtæki í eigu ríkisins eru starfandi á samkeppnismarkaði. Þetta kom meðal annars fram í máli Ólafar Nordal innanríkisráðherra í sérstökum umræðum á Alþingi í dag um stöðu Íslandspósts. Sagðist hún ekki sjá fyrir sér að ríkið sæi um póstþjónustu um alla framtíð. Það kæmi ekki til greina að hennar mati.

Guðmundur Steingrímsson, formaður Bjartrar framtíðar, var málshefjandi og vildi hann vita hvort til stæði að afnema einkarétt Íslandspósts á dreifingu bréfa undir 50 grömmum og innleiða tilskipun Evrópusambandsins um frjálsa póstflutninga. Sagði hann núverandi fyrirkomulag vera úrelt þar sem gert væri ráð fyrir því að það væru „grunnmannréttindi að fá til sín sent bréf skrifað með bleki“ hvern einasta virkan dag alla daga ársins. Svo virtist sem gildandi lög gerðu ekki náð fyrir þeim miklu netsamskiptum sem hefðu rutt sér til rúms.

Ólöf vísaði í svari sínu til könnunar Póst- og fjarskiptastofnunar frá 2012 sem benti til þess að flestir teldu ekki þörf á því að fá póst alla virka daga. „Þar var meðal annars spurt hversu vel það mundi henta viðkomandi að fá póst þrisvar sinnum í viku, en ekki á hverjum degi eins og við þekkjum í dag. Svarið var, og þetta var auðvitað fólk af öllu landinu, að það þjónaði 60% svarenda mjög vel. Af því má ætla, að mínu mati, að í hugum fólks sé póstþjónusta fimm daga vikunnar ekki eins mikilvæg og hún var áður.“

Skilgreina þarf grunnþjónustuna

Ráðherrann sagði að til stæði að afnema einkarétt Íslandspósts í samræmi við tilskipun Evrópusambandsins. Samkvæmt henni væri ríkinu hins vegar heimilt að leggja til fjármagn til þess að tryggja ákveðna grunnþjónustu við almenning sem hún teldi rétt að gera. Ekki lægi hins vegar fyrir með hvaða hætti það yrði gert. Ljúka þyrfti vinnu við skilgreiningu á því hvað teldist grunnþjónusta í þeim efnum.

„Ég er ekki búin að mynda mér neina endanlega skoðun á þessu en ég hallast að því að það sé á ábyrgð ríkisins að tryggja þessa grunnþjónustu, það sé hlutverk ríkisins, og það finnst mér eiga við á öllum sviðum mannlífsins, að passa hér upp á að innviðirnir og grunnarnir séu í lagi. Síðan eigum við, að mínu mati, að leyfa samkeppninni að njóta sín og ég tel að það sé mest til hagsbóta fyrir neytendur í þessu landi.“

Guðmundur Steingrímsson formaður Bjartrar framtíðar.
Guðmundur Steingrímsson formaður Bjartrar framtíðar. mbl.is/Kristinn Ingvarsson
mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Atvinnuleysi á öðrum ársfjórðungi 3,4%

09:30 Atvinnuleysi á öðrum ársfjórðungi þessa árs mældist 3,4% og voru að jafnaði 202.500 manns á aldrinum 16–74 ára á vinnumarkaði. Af þeim voru 195.600 starfandi og 7.000 án vinnu og í atvinnuleit að því er fram kemur í frétt á vef Hagstofunnar og mældist atvinnuþátttaka 84,4%. Meira »

„Hvenær get ég farið í fóst­ur­eyðingu?“

08:50 „Það er mjög erfitt að skikka konu til að ganga með barn, hvort sem það er af félagslegum ástæðum eða öðrum. Ef maður er virkilega fylgjandi því að konur hafi þetta val, þá er mjög erfitt að segja að eitt sé í lagi en ekki annað. En þessi ákvörðun er fólki ekki léttvæg. Meira »

Dagvaran út úr veltuvísitölunni

08:42 Rannsóknasetur verslunarinnar hefur nú hætt birtingu veltuvísitölu dagvöruverslana og nokkurra annarra flokka smásölu. Ástæðan er sú að aðilar með mikla markaðshlutdeild á smásölumarkaði hafa ákveðið að hætta miðlun á veltutölum sínum. Meira »

Símakerfi heilsugæslunnar niðri

08:40 Símakerfi Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins liggur niðri þessa stundina og er unnið að viðgerð. Er fólki bent í millitíðinni á að mæta á heilsugæslustöðvarnar, senda tölvupóst eða nota vefinn Heilsuvera.is. Meira »

Danskir dagar í Hólminum

08:18 „Það er alltaf heilmikill spenningur í kringum Dönsku dagana, hátíðin hefur verið að færast frá því að vera útihátíð í að vera meiri fjölskylduhátíð. Dönsku tengslin hafa ekki slitnað, en Hólmurinn á t.d. danskan vinabæ, Kolding. Við vonum að veðrið verði gott og að sem flestir kíki við.“ Meira »

Heyskapurinn gengið ágætlega

07:57 Sláttur hefur gengið með ágætum víðast hvar á landinu. Mikil uppskera var í fyrsta slætti sumarsins en víða er minna eftir annan slátt. Útflutningur á heyi verður í svipuðu magni og síðustu ár, mestur til Færeyja. Meira »

Strekkings norðanátt fram að helgi

07:29 Það er strekkings norðanátt með rigningu í kortunum í dag og á morgun samkvæmt spá Veðurstofunnar, sem segir þó yfirleitt vera bjartara veðurútlit syðra. Öllu hvassara verður suðaustanlands síðdegis og varar vakthafandi veðurfræðingur við að vindhraði geti orðið meiri en 25 m/s í hviðum við fjöll. Meira »

Skráningar að nálgast 12.000

07:37 Um 11.800 manns hafa skráð sig í Reykjavíkurmaraþonið, sem fram fer á laugardaginn.   Meira »

FISK í milljarða fjárfestingar

05:30 Nýtt skip útgerðarfyrirtækisins FISK Seafood á Sauðárkróki, Drangey SK-2, siglir nú til heimahafnar frá Tyrklandi, þar sem það var smíðað í Cemre. Sérstök móttökuathöfn verður á Sauðárkrókshöfn á laugardaginn. Meira »

Býst við átökum um fiskeldismál

05:30 Margs konar sjónarmið eru innan stjórnmálaflokkanna um fiskeldi og fara ekki endilega eftir flokkslínum.  Meira »

Afleysingaskip ekki í sjónmáli

05:30 Óvissa ríkir um samgöngur milli lands og Eyja þegar Herjólfur fer í slipp í næsta mánuði, sem er í annað sinn á fimm mánuðum. Meira »

Ágúst er enn án 20 stiga

05:30 Ágústmánuður er nú hálfnaður og hefur hann verið fremur svalur miðað við það sem algengast hefur verið á öldinni. Þetta segir Trausti Jónsson veðurfræðingur. Meira »

Hitafundur um skipulagsbreytingu

05:30 Þó nokkur hiti var í fólki á opnum fundi í Borgartúni 14 í gær þar sem kynntar voru breytingar á deiliskipulagi Borgartúns 24, segir íbúi í Túnahverfinu sem mætti til fundarins. Um 50 manns mættu en íbúar höfðu orð á því að fleiri hefðu mætt ef fundurinn hefði verið auglýstur með meiri fyrirvara. Meira »

Veiking krónu ekki komin fram í neyslu

05:30 Kortavelta á hvern ferðamann dróst saman milli mánaða í júní og júlí þótt gengi krónu gæfi eftir. Yngvi Harðarson, framkvæmdastjóri Analytica, segir veikara gengi geta birst í neyslu í haust. Meira »

Varasamt fyrir ökutæki sem taka á sig vind

Í gær, 23:14 Spáð er norðan- eða norðvestan strekkingi eða allhvössum vindi á Suðausturlandi síðdegis á morgun og fram undir hádegi á föstudaginn. Vindur geti náð meiru en 25 metrum á sekúndu í hviðum við fjöll sem sé varasamt fyrir ökutæki sem taka á sig mikinn vind. Meira »

Algert hrun í bóksölu

05:30 „Þegar næstum þriðjungur veltu hverfur úr atvinnugrein getur vart verið um annað en hrun að ræða. Staðan er nú sem og undanfarin ár ákaflega snúin og ljóst að bregðast þarf við ef ekki á illa að fara,“ segir Egill Örn Jóhannsson, formaður Félags íslenskra bókaútgefenda. Meira »

Hafa lagt milljarða í United

05:30 Festa lífeyrissjóður, Frjálsi lífeyrissjóðurinn og Eftirlaunasjóður félags íslenskra atvinnuflugmanna (EFÍA) hafa fjárfest fyrir samtals 2.166 milljónir í United Silicon. Meira »

Heimir fer 10 km í hjólastól

Í gær, 23:13 Nokkrir öflugir Eyjamenn, þar á meðal Heimir Hallgrímsson landsliðsþjálfari, ætla að taka þátt í áheitasöfnun Gunnars Karls Haraldssonar sem heitir á Reykjadal annað árið í röð. Þeir munu allir taka þátt í 10 km hlaupinu í hjólastól. Gunnar Karl kíkti í Magasínið og fór yfir forsöguna. Meira »
Bækur til sölu
Bækur til sölu Íslenskt fornbréfasafn 2,3,4,5,9,10,11,12 og 14, ób., mk., Stra...
Hornborð til sölu
Eikar borð til sölu ,stærð 65x65 cm. hæð,45 cm. Er í Kópavogi aðeins 3,000,- kr...
Nudd Nudd Nudd
Relaxing Nudd, Down Town Reykjavik, S. 6959434, Alina...
 
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar Hádegismatur, mexíkanskur hakkr...
Vélavörður
Sjávarútvegur
Vélavörður Vísir hf. óskar ef...
Háseti
Sjávarútvegur
Háseti Vísir hf óskar eftir a...
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar 4 Opið hús kl. 13-16. Félagssta...