Allir helstu vegir greiðfærir

mbl.is/Júlíus

Allir helstu vegir á landinu eru nú greiðfærir. Vegurinn yfir Breiðdalsheiði er nú opinn en þar er hálka og reiknað er með að vegurinn um Öxi verði opnaður fyrir helgi.

Veðurhorfur næsta sólarhringinn

Suðlæg átt, 5-10 m/s og bjartviðri norðan- og austanlands, en annars skýjað og sums staðar dálítil súld, einkum suðvestantil. Bætir í vind og úrkomu í nótt. Sunnan 8-15 seint í nótt og rigning um landið sunnan- og vestanvert, en skýjað og úrkomulítið norðaustantil.

Vestlægari upp úr hádegi á morgun og skúrir, en fer að létta til norðan- og austanlands. Hiti 5-10 stig að deginum, en 8-15 stig norðan- og austanlands. Lítið eitt svalara á morgun.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert