Fjórir skólastjórar ráðnir í Reykjavík

Skóla- og frístundaráð hefur gengið frá ráðningu fjögurra skólastjóra við …
Skóla- og frístundaráð hefur gengið frá ráðningu fjögurra skólastjóra við grunnskóla borgarinnar Árni Torfason

Skóla- og frístundaráð hefur gengið frá ráðningu fjögurra skólastjóra við grunnskóla borgarinnar; Austurbæjarskóla, Breiðagerðisskóla, Seljaskóla og Vesturbæjarskóla.  

Kristín Jóhannesdóttir var ráðin skólastjóri við Austurbæjarskóla. 20 umsækjendur voru um stöðuna en umsóknarfrestur rann út 9. mars.

Þorkell Daníel Jónsson var ráðinn skólastjóri við Breiðagerðisskóla.
26 sóttu um skólastjórastöðuna í Breiðagerðisskóla, en umsóknarfrestur rann út 2. mars. 

Magnús Þór Jónsson var ráðinn skólastjóri í Seljaskóla. 20 sóttu um skólastjórastöðuna í Seljaskóla en umsóknarfrestur rann út 9. mars

Margrét Einarsdóttir var ráðin skólastjóri við Vesturbæjarskóla.
21 sóttu um skólastjórastöðuna í Vesturbæjarskóla en umsóknarfrestur rann út 2. mars.

Ráðningu skólastjóra í Réttarholtsskóla var frestað.

Nýir skólastjórnendur í Reykjavík taka til starfa 1. ágúst.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert