Síðasti fundur rektorsframbjóðenda

Guðrún Nordal og Jón Atli Benediktsson á fundinum í dag.
Guðrún Nordal og Jón Atli Benediktsson á fundinum í dag. Mynd/Kristinn Ingvarsson

Prófessorarnir og rekstorsframbjóðendurnir Guðrún Nordal og Jón Atli Benediktsson sátu fyrir svörum á opnum fundi í Háskólabíó í dag, en þetta var síðasti fundur frambjóðenda fyrir aðra umferð rektorskjörsins sem fer fram næstkomandi mánudag.

Rúnar Vilhjálmsson, formaður Félags prófessora við ríkisháskóla, segir í samtali við mbl.is að um 200 manns hafi mætt á fundinn og hafi kennarar við skólann verið þar fyrirferðamestir. 

Frambjóðendur héldu í byrjun fundar sitt hvora ræðuna, en í kjölfarið voru pallborðsumræður. Bæði var rætt um vísindamál í heildar samhengi hér á landi, en mestur tíminn fór samkvæmt Rúnari í að ræða innri mál Háskóla Íslands. Segir hann að mikið hafi verið rætt um fjármál skólans eftir niðurskurðartíma síðustu ára og þá hafi báðir frambjóðendur talað um að fjölga þyrfti fastráðnum kennurum við skólann. 

Frétt mbl.is: Kjósa þarf aftur í rektorskjörinu

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert