Stal dælulykli og sveik út bensín

mbl.is/Þórður Arnar Þórðarson

Dælulyklar eru vinsælir en þeir geta verið varasamir ef þeir glatast, segir færslu á Facebook-síðu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.

Lögreglan fær oft mál til rannsóknar þar sem óprúttinn aðili hefur komist yfir dælulykil og náð að svíkja út mikið af eldsneyti á stuttum tíma. Þessar upphæðir geta mjög fljótt orðið verulegar.

Í nýlegu máli var búið að taka hátt á hálfa milljón út af lykli áður en eigandinn áttaði sig á því hvað var að gerast, samkvæmt upplýsingum lögreglunnar.

„Við biðjum ykkur því að sýna aðgát og gera skynsamlegar varúðarráðstafanir.

Hafði samband við ykkar þjónustuaðila og kannið ykkar möguleika. Það er hægt að setja inn hámarksúttekt á sólarhring, í sumum tilvikum er hægt að virkja PIN númer og það má fá kvittun senda í tölvupósti. Allar þessar aðgerðir stuðla á einfaldan hátt að því að takmarka ykkar tjón ef þið verðið fyrir því að einhver kemst yfir dælulykilinn ykkar,“ segir í frétt lögreglunnar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert