Ann fótboltalandsliðinu úr fjarska

Chris Hood með bókina góðu.
Chris Hood með bókina góðu. mbl.is

Hann rakst á grein um íslenska knattspyrnu í tímaritinu World Soccer árið 1979 og hefur verið forfallinn aðdáandi karlalandsliðsins síðan. Hann lætur fjarlægðina ekki trufla sig en Chris Hood býr og starfar sem dómritari í bænum Blenheim á Nýja-Sjálandi. Á dögunum eignaðist hann Sögu landsliðs karla eftir Sigmund Ó. Steinarsson og þykist hafa himin höndum tekið.

„Ég skil auðvitað ekki orð í íslensku en tölfræðin í bókinni er ómetanleg og nöfn allra leikmanna við ljósmyndirnar. Það skiptir miklu máli. Mig hefur lengi langað í ljósmynd af íslenska landsliðinu. Mér hafa áskotnast nokkrar leikskrár frá landsleikjum gegnum tíðina en í engri þeirra hefur verið liðsmynd,“ segir hann.

Hood hefur hvorki komið til Íslands né séð landsliðið spila með berum augum. „Eina tenging mín við Ísland er sú að frændi minn var þar um tíma í seinni heimsstyrjöldinni með breska hernum. Rætur mínar eru í Englandi en ég flutti búferlum til Nýja-Sjálands fjögurra ára gamall.“

Spurður um uppáhaldsleikmenn nefnir Hood strax Ásgeir Sigurvinsson. „Sérstaklega vegna þess að hann heillaði ekki Rangers í Skotlandi þegar hann æfði þar sem unglingur en varð svo afburðamaður í bæði Belgíu og Þýskalandi. Ef minnið svíkur mig ekki var hann leikmaður ársins í Vestur-Þýskalandi árið 1984.“

Nánar er rætt við Chris Hood í Sunnudagsblaði Morgunblaðsins.

Hood hefur mest dálæti á Ásgeiri Sigurvinssyni.
Hood hefur mest dálæti á Ásgeiri Sigurvinssyni. Ljósmynd/Skapti Hallgrímsson
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert