Eldgos á lista yfir ógnir í Bretlandi

Eldgos á Íslandi líta Bretar á sem ógn við sig.
Eldgos á Íslandi líta Bretar á sem ógn við sig. mbl.is/RAX

„Í eldfjallafræðinni vekur Holuhraun mesta athygli hér,“ segir Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði, en hann er staddur í Vínarborg þar sem hann situr ráðstefnu Evrópska jarðvísindasambandsins (EGU).

Ráðstefnuna sækja um 12 þúsund jarðvísindamenn hvaðanæva úr heiminum. Þar hefur m.a. verið fjallað um eldgosið í Holuhrauni og hræringarnar í Bárðarbungu, að því er fram kemur í umfjöllun um ráðstefnuna í Morgunblaðinu í dag.

Fréttavefur BBC birti frétt um gasmengunina frá Holuhrauni og ræddi við Söru Barsotti, fagstjóra eldfjallavár, hjá Veðurstofu Íslands. Hún greindi m.a. frá auknum kvörtunum um öndunarfærasjúkdóma og meiri sölu lyfja sem rakin voru til áhrifa mengunarinnar frá gosinu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert