Nýr verktaki í hóp þeirra stærstu

Reynt verður að steypa upp stöðvarhúsið í sumar og ljúka …
Reynt verður að steypa upp stöðvarhúsið í sumar og ljúka smíði þess á næsta ári. Jafnframt verður gufuveita undirbúin og hún lögð á næsta sumri. Töluveikning/Landsvirkjun

„Við erum mjög spenntir fyrir þessu. Ég tala bara fyrir mig, en mig hefur lengi langað að komast aftur í virkjanaframkvæmdir.“

Þetta segir Guðmundur Þórðarson verkefnastjóri, sem mun stjórna byggingu Þeistareykjavirkjunar fyrir LNS Sögu sem Landsvirkjun fól að byggja stöðvarhús og leggja gufuveitu virkjunarinnar.

LNS er íslenskt verktakafyrirtæki sem aðeins hefur starfað í tæp tvö ár. Það hefur aðallega sinnt stórverkefnum í Noregi sem undirverktaki móðurfélagsins, Leonhard Nilsen & Sønner AS. Það vinnur nú að tveimur nokkuð stórum verkefnum hér á landi en með byggingu Þeistareykjavirkjunar er það komið í hóp allra stærstu verktakafyrirtækja á Íslandi, að því er fram kemur í fréttaskýringu um uppbygginguna á Þeistareykjasvæðinu í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert