Reykvíkingar unnu grannaslaginn

Lið Reykjavíkur er komið í úrslit annað árið í röð.
Lið Reykjavíkur er komið í úrslit annað árið í röð.

Reykvíkingar unnu sigur á Seltirningum í Útsvarinu í kvöld, en lokatölur voru 84 - 82. Fyrir síðustu spurningarnar var staðan 69 – 67 fyrir Reykvíkinga og áttu þeir að svara fyrri spurningunni. Þau völdu 15 stiga möguleikann og svöruðu honum rétt og komust þar með í úrslita viðureignina.

Seltirningar fylgdu svo reyndar á eftir og tóku einnig 15 stiga spurningu og svöruðu henni hárrétt. Það gagnaðist þeim aftur á móti lítið því Reykvíkingar höfðu unnið og voru komnir í úrslitin annað árið í röð.

Einhver uppstokkun verður á liði Reykvíkinga fyrir úrslitakvöldið, en Eiríkur Hjálmarsson verður þá erlendis, svo þær Silja Bára og Vera þurfa að finna einhvern verðugan liðsfélaga.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert