Undanfarar í Ölfusá

Björgunarsveitarmenn stóðu á grynningum undir eystri stöpli brúarinnar og óðu …
Björgunarsveitarmenn stóðu á grynningum undir eystri stöpli brúarinnar og óðu þaðan út í strauminn. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

„Undanförum er ætlað að leggja í erfiðustu aðstæðurnar,“ segir ÁgústIngi Kjartansson björgunarsveitarmaður. Hópur félaga úr svonefndum undanfarahópum björgunarsveita æfði straumvatnsbjörgun í Ölfusá við Selfoss á miðvikudagskvöld.

Mannskapur kom bæði úr Árnessýslu og af höfuðborgarsvæðinu, en á báðum stöðum eru undanfarar sem hafa með sér samstarf við æfingar sem eru mjög krefjandi, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Um 20 manns tóku þátt í æfingunni, þar sem fólk í flotbúningum gekk frá grynningum við árbakkann út í elginn og lét sig þar berast niður straumþunga Ölfusá. Kastað var út línu og fólk dregið að landi, en einnig fengu menn á gúmmíbátum þjálfun í því að draga fólki um borð.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert