Vitni um vaxandi misskiptingu

Fiskvinnsla hjá HB Granda. Hækkun stjórnarlauna hjá fyrirtækinu um 33% …
Fiskvinnsla hjá HB Granda. Hækkun stjórnarlauna hjá fyrirtækinu um 33% hefur víða verið gagnrýnd. mbl.is/Ernir

Formenn fimm verkalýðsfélaga og stjórnarmenn Eflingar segja gjána í kjaraviðræðunum hafa breikkað eftir að það spurðist út að stjórn HB Granda hefði á síðasta aðalfundi ákveðið að hækka stjórnarlaun fyrirtækisins um 33%.

Stjórn Eflingar sendi frá sér ályktun vegna málsins þar sem sagði að ákvörðunin lýsti bæði „taktleysi og siðleysi gagnvart fólkinu á gólfinu sem hefur byggt upp HB Granda með vinnu sinni og aukinni framleiðslu ár eftir ár“. Hún sé „óboðleg“.

„Með þessari ákvörðun hefur stjórn HB Granda sett alla framvindu kjarasamningaviðræðna í uppnám. Efling-stéttarfélag krefst þess að stjórn HB Granda verði þegar í stað kölluð saman til að afturkalla þessar ákvarðanir og taka nýjar sem taka mið af hagsmunum starfsmanna fyrirtækisins og þörfum samfélagsins sem við búum í,“ sagði í ályktuninni, en um mál þessi er fjallað ítarlega í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert