12 stiga hiti í Oddsskarði

Frá Oddsskarði.
Frá Oddsskarði. mbl.is/Kristinn

Skíðasvæðið í Oddsskarði er opið 10-16 í dag en þetta er síðasta helgin sem það er opið í vetur. Þar er sól og blíða og tólf stiga hiti. 

Það verður lokað í Bláfjöllum í dag. Þar er hávaðarok, 15-20 m/sek við skála og slær yfir 30 m/sek uppi á toppi. Búið er að loka Skálafelli og ekki verður hægt að skíða þar meira í vetur en þar var mjög sjaldan hægt að skíða í vetur.

Í dag er opið í Hlíðarfjalli frá klukkan 10.00 – 16.00. Klukkan níu í morgun var þar glapandi sól og tíu stiga hiti. Nægur snjór er í öllum helstu skíðaleiðum og er skíðafærið ekta vorfæri, segir í tilkynningu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert