Bíða eftir niðurstöðu annarra

Halldór Halldórsson, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga.
Halldór Halldórsson, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga. mbl.is/Ómar Óskarsson

„Við erum klárlega sjálfum okkur verst, Íslendingar, ef við ýtum verðbólgunni aftur af stað öllum til tjóns.“

Þetta sagði Halldór Halldórsson, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga í niðurlagsorðum sínum þegar hann ræddi stöðuna á vinnumarkaðnum í ræðu sinni við setningu landsþings sambandsins sem haldið var í Salnum í Kópavogi í gær.

„Það er alvarleg staða á vinnumarkaði og meiri órói en lengi hefur verið. Fólk hefur þá tilfinningu að það hafi dregist aftur úr í launum frá hruni og það er alveg rétt. Það á hins vegar við um allar stéttir og við lögum það ekki nema með því að viðhalda kaupmættinum og reyna að auka hann,“ sagði Halldór m.a. í ræðunni sem um er fjallað í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert