Neytendasamtökin gagnrýna Arion banka

Arion banki.
Arion banki.

Neytendasamtökin gagnrýna nýtt þjónustugjald Arion banka. Gjaldið nær til allra aðila sem ekki eru viðskiptavinir bankans en sækja í útibú bankans til að færa inn eða taka út fjárhæð af reikningi í öðrum banka.

Þuríður Hjartardóttir, framkvæmdastjóri Neytendasamtakanna segir bankann ganga of langt. Neytendasamtökin gáfu út skýrslu í janúarlok þar sem fjallað var um þróun hjá hverjum og einum banka frá árinu 2007 og bankarnir bornir saman.

„Arion kom verst út í samanburði okkar á gjaldtöku bankanna, bæði hvað varðar há gjöld og forystu í að leggja ný gjöld. Hinir fylgja samt Arion vissulega eftir varðandi ný gjöld,“ segir Þuríður. Hún segir að í úttekt samtakanna hafi Landsbankinn almennt komið best út en hjá bankanum hafi hækkun gjalda síðustu 7 ár verið minnst.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert