Kveikti eld á Laugarnestanga

Hrafn Gunnlaugsson ber sprek á eldinn.
Hrafn Gunnlaugsson ber sprek á eldinn. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

„Í öllum mínum bíómyndum eru brennur og bálkestir. Hið formlausa afl eldsins hefur heillað mig alveg frá því ég var barn,“ segir Hrafn Gunnlaugsson kvikmyndaleikstjóri. Vegfarendur um Sæbraut síðdegis veittu því athygli hvar eldur logaði á Laugarnestanganum og barst reykurinn út á Flóann. Engin hætta var þó á ferðum.

„Vorverkin eru hafin,“ sagði Hrafn og var léttur í bragði. Hann var í tiltekt við hús sitt í Laugarnesi og bar allskonar skran og spýtnabrak í  bálköst og dró þar einnig til sinugróður og hvannarleggi.  Svo skíðlogaði í öllu, enda var eldmetið gott.   

Áður en eldur var borinn að lét Hrafn lögreglu og slökkvilið vita og létu liðsmenn þeirra stofnana málið afskiptalaust. „Þeir sögðu reyndar að svona væri bannað,“ sagði Hrafn og hafði yfir, fyrir blaðamann, ýmis kvæði þar sem ort er um eldinn í öllum sínum myndum.

Á Laugarnestanganum með bálið í baksýn.
Á Laugarnestanganum með bálið í baksýn. mbl.is / Sigurður Bogi
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert