Lækurinn í Hafnarfirði alltaf verið slysagildra

Sólrún Gunnarsdóttir
Sólrún Gunnarsdóttir

Fyrir um 45 árum kvörtuðu nokkrar húsmæður vegna frágangs við Lækinn í Hafnarfirði, sögðu að börnin væru í stöðugri lífshættu auk þess sem mengun væri mikil í Læknum.

Sólrún Gunnarsdóttir er ein þessara húsmæðra. Hún rifjar upp að á þessum tíma hafi Kinnarnar byggst upp við Lækinn og þegar þær, nokkrar húsmæður við Lækjarkinn, hafi verið búnar að fá nóg af aðgerðaleysinu og vakið athygli á því í viðtali í Vísi hafi verið liðinn töluverður tími frá því kirkjan í Hafnarfirði hafi gefið peninga til þess að girða Lækinn af. „Nú er sagt að ekkert slys hafi orðið þarna fyrir slysið í vikunni en það er ekki rétt því nokkrum árum áður en við fórum af stað og kröfðumst bóta drukknaði lítil stúlka í fossinum,“ áréttar hún.

Börnin í lífshættu

Í frétt í Vísi 6. nóvember 1970 er haft eftir einni húsmóðurinni að nær daglega þurfi að draga barn upp úr Læknum en yfirvöld segi húsmæðrunum að þær verði að passa börnin sín sjálfar. „Allt frá því þetta hverfi byggðist hér, hafa börnin manns verið í lífshættu,“ segir meðal annars í fréttinni.

Sólrún segir að þegar heilbrigðisfulltrúinn hafi stungið málinu undir stól hafi þær fengið mág hennar til þess að taka sýni úr Læknum og niðurstöðurnar hafi sýnt að mengunin hafi verið á háu stigi.

Sólrún segir að ekkert hafi verið gert fyrr en eftir viðtalið í Vísi. „Þá var Lækurinn girtur en samt ekki niður fyrir stíflu,“ segir hún. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert