Lín Skuld, Lotta Fönn og Lind Ýr

Blær Bjarkardóttir þurfti að leggja mikið á sig til að …
Blær Bjarkardóttir þurfti að leggja mikið á sig til að fá að halda nafni sínu. Hún bar að lokum sigur úr býtum við íslenska ríkið. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Mannanafnanefnd gerir sitt besta til að koma í veg fyrir að börnum séu gefin allskonar nöfn. Nefndin hefur þó löngum verið gagnrýnd, og er frumvarp fyrir Alþingi um að leggja nefndina niður. 

Átökin um íslensk mannanöfn stóðu ef til vill sem hæst þegar Blær Bjarkardóttir Rúnarsdóttir höfðaði mál gegn íslenska ríkinu til að fá nafn sitt viðurkennt. Ólöf Nordal innanríkisráðherra segir til skoðunar að afnema nafnalög og Ungir sjálfstæðismenn hafa lagst á sveif með þingmönnum Bjartrar framtíðar í að leggja nefndina niður.

Nefndin hefur undanfarið fallist á ýmis nöfn sem kunna að koma spánskt fyrir sjónir. Þannig virðast mörg nöfn hafa verið fengin að láni úr heimi ævintýranna. Að sama skapi var nafnið Caritas samþykkt en Lady hafnað og Clinton átti ekki upp á pallborðið þegar nafnið var borið undir nefndina.

Lotta Fönn, Sól Hlíf og Lín Skuld

Mannanafnanefnd heldur úti skrá um leyfileg mannanöfn, þar sem hægt er að fletta upp nöfnum sem heimilt er að bera. Þrátt fyrir það þarf ekki annað en að skreppa út fyrir landsteinana til að komast fullkomlega í kringum lögin, eins og Jón Gnarr sýndi fram á þegar hann fékk viðurkennt að hann héti einfaldlega „Jón Gnarr“ og ekkert annað. 

Þrátt fyrir viðleitni nefndarinnar til að koma í veg fyrir að allskonar skondin nöfn hafa nöfnin Egill Daði, eignarfall Egils Daða og Mist Eik hafa löngum vakið nokkra kátínu. Nú hefur hins vegar bæst í hópinn.

Þannig er ekkert sem mælir á móti því, nema kannski góðvild foreldra, að nefna dóttur sína Rita Lín, Lín Skuld, Sól Hlíf, Líf Vera, Lotta Fönn eða Lind Ýr.

Nefndin virðist því ekki hafa tól til að koma í veg fyrir að foreldrar gefi börnum sínum nöfn sem fara illa, en þó mjög skemmtilega, saman. Tekið skal fram að samkvæmt Þjóðskrá ber engin nöfnin Lín Skuld, Sól Hlíf, Lotta Fönn, Lind Ýr eða Mist Eik - og kannski ekki að ástæðulausu.

Lög um mannanöfn

Meginreglur um mannanöfn

Mannanafnaskrá

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert