Með falsaðan seðil

Seðlabankastjóri Már Guðmundsson með ófalsaðan10.000 króna seðil
Seðlabankastjóri Már Guðmundsson með ófalsaðan10.000 króna seðil mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fékk tilkynningu um hálf fjögur leytið í nótt um mann með falsaðan tíu þúsund króna seðil á skemmtistað í miðborginni. Maðurinn fannst og var handtekinn og vistaður í fangageymslu.

Skömmu fyrir klukkan eitt í nótt var ökumaður stöðvaður grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna. Hann reyndist einnig sviptur ökuréttindum og við leit í bifreiðinni fannst eggvopn. 

Annar ökumaður var stöðvaður grunaður um ölvun við akstur um eittleytið og reyndist hann einnig sviptur ökuréttindum. Sá þriðji var síðan stöðvaður grunaður um ölvun við akstur á sjötta tímanum í morgun. Allir þrír ökumennirnir voru látnir lausir að lokinni blóðtöku.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert