Metframleiðsla á loðnuhrognum

Verkun loðnuhrogna í Eyjum.
Verkun loðnuhrogna í Eyjum. mbl.is/Sigurgeir

Um 15 þúsund tonn af loðnuhrognum voru framleidd á vertíðinni sem lauk í síðasta mánuði, samkvæmt mati Teits Gylfasonar, sölustjóra hjá Iceland Seafood.

Þetta er því að líkindum sú vertíð sem mest hefur verið framleitt af loðnuhrognum. Hrognin eru verðmætasta afurð loðnunnar og áætlar Teitur að útflutningsverðmæti 15 þúsund tonna geti verið 70-80 milljónir Bandaríkjadala eða í kringum 10 milljarðar króna.

Hins vegar er þess ekki að vænta að endanleg verðmyndun liggi fyrir fyrr en í lok mánaðarins. Verð fyrir loðnuhrogn næstu vertíðar munu verða mjög til umræðu á stóru sjávarútvegssýningunni í Brussel í næstu viku, að sögn Teits, en hana sækja forystumenn úr sjávarútvegi og fiskvinnslu alls staðar að úr heiminum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert