Sjónarhorn á Hverfisgötu

Sýningin Sjónarhorn var opnuð í Safnahúsinu í dag af forsætisráðherra, …
Sýningin Sjónarhorn var opnuð í Safnahúsinu í dag af forsætisráðherra, Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni. mbl.is/Ómar Óskarsson

Sýningin Sjónarhorn var opnuð í Safnahúsinu Hverfisgötu fyrr í dag að viðstöddum forsætisráðherra, Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, og mennta- og menningarmálaráðherra, Illugi Gunnarssonar.

Um er að ræða enduropnun Safnahússins en Þjóðminjasafnið rekur nú húsið. Sýningin Sjónarhorn er hinsvegar samstarf margra stofnana en slíkt hefur ekki verið gert áður.

Þessar stofnanir eru:
Landsbókasafn Íslands-Háskólabókasafn, Listasafn Íslands, Náttúruminjasafn Íslands, Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum, Þjóðskjalasafn Íslands auk Þjóðminjasafns Íslands, samkvæmt fréttatilkynningu en þar er tekið fram að ókeypis er í Safnahúsið í dag.

„Allar þær stofnanir sem eiga rætur í húsinu koma saman á ný á þessari sýningu,“ segir Margrét Hallgrímsdóttir þjóðminjavörður sýninguna í viðtali við Morgunblaðið í vikunni.

Á sýningunni, sem Markús Þór Andrésson stýrir, er stillt saman allrahanda gripum og verkum sem sýna hinn myndræna arf þjóðarinnar: handritum, myndverkum, forngripum, skjölum og handverki. 

Sýningin Sjónarhorn var opnuð í Safnahúsinu Hverfisgötu fyrr í dag …
Sýningin Sjónarhorn var opnuð í Safnahúsinu Hverfisgötu fyrr í dag að viðstöddum forsætisráðherra, Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, og mennta- og menningarmálaráðherra, Illugi Gunnarssonar. mbl.is/Ómar Óskarsson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert