Steinunn Birna nýr óperustjóri

Steinunn Birna Ragnarsdóttir.
Steinunn Birna Ragnarsdóttir.

Steinunn Birna Ragnarsdóttir hefur verið ráðinn óperustjóri Íslensku óperunnar en hún hefur starfað sem tónlistarstjóri tónlistar- og ráðstefnuhússins Hörpu frá því að húsið var opnað. Þetta kom fram í kvöldfréttum Ríkisútvarpsins.

Steinunn tekur við starfi óperustjóra af Stefáni Baldurssyni sem lætur af starfinu í vor. Hann hefur gegnt því undanfarin átta ár.

Steinunn Birna lauk einleikaraprófi frá Tónlistarskólanum í Reykjavík árið 1981 og meistaragráðu frá New England Conservatory of Music í Boston í Bandaríkjunum árið 1987.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert