Voru örmagna í sjálfheldu

mbl.is/Rósa Braga

Björgunarfélag Akraness sótti í kvöld tvær göngukonur sem voru orðnar örmagna í sjálfheldu í Glymsgili í Hvalfirði. Göngufélagi þeirra hringdi í Neyðarlínu og óskaði eftir aðstoð. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Slysavarnafélaginu Landsbjörgu.

„Í fyrstu var talið að verkefnið krefðist töluverðrar línuvinnu og voru því kallaðar út fleiri björgunarsveitir af Vesturlandi. Fljótlega kom í ljós að ekki var þörf á slíku viðbragði og var því frekari aðstoð afturkölluð. Björgunarsveitamenn fylgdu konunum niður úr gilinu. Reyndust þær heilar á húfi en voru orðnar nokkuð kaldar og skelkaðar,“ segir ennfremur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert