Mál án fordæma

Hreiðar Már Sigurðsson, Sigurður Einarsson, Magnús Guðmundsson og Ingólfur Helgason ...
Hreiðar Már Sigurðsson, Sigurður Einarsson, Magnús Guðmundsson og Ingólfur Helgason eru meðal ákærðu í stóra markaðsmisnotkunarmáli Kaupþings. Mynd/mbl.is

Aðalmeðferð í stóra markaðsmisnotkunarmáli Kaupþings hefst á morgun, mánudag en um er að ræða stærsta mál sinnar tegundar hér á landi. Áætlað er að að vitnaleiðslur taki 17 daga og málsmeðferð 5 daga. Samtals er því um að ræða 22 daga í dómsal, eða fimm vikur í það heila.

Ákæran skiptist í raun upp í tvær hliðar, kaup- og söluhlið. Á kauphliðinni er bankinn sagður hafa keypt hlutabréf í sjálfum sér í miklum mæli og kemur fram í ákærunni að með því hafi verði bankans verið haldið uppi, eða þess gætt að það lækkaði ekki of hratt. Á söluhliðinni er ákært fyrir að bankinn hafi losað sig við sömu bréf með því að lána félögum með lítið eða neikvætt eigið fé fyrir kaupum á hlutabréfum í bankanum, þar sem eina veðið voru hlutabréfin sjálf.

Al Thani-málið var einn angi málsins

Al Thani-málið var í raun einn angi þessa máls, en þar var ákært fyrir stærsta einstaka hluta söluhliðarinnar. Í þessu máli er aftur á móti kauphliðin sameinuð öðrum stórum söluhliðarmálum í eitt heildar markaðsmisnotkunarmál. Í Al Thani-málinu var um að ræða sölu á 37,1 milljón hlutum í bankanum, en í þessu máli er samanlagður fjöldi seldra bréfa rúmlega 65,2 milljónir. Málið er því talsvert stærra, auk þess sem fleiri eiga í hlut.

Kauphliðin

Á kauphliðinni eru tveir verðbréfasalar hjá eigin viðskiptum Kaupþings, Birnir Snær Björnsson og Pétur Kristinn Guðmarsson, ákærðir fyrir að hafa lagt inn kauptilboð á tímabilinu nóvember 2007 til falls bankans þann 8. október 2008.

Segir í ákærunni að kaup þeirra hafi verið umfangsmikil og kerfisbundin, enda hafi þau numið 42,3% af heildarveltu með hlutabréf í Kaupþingi á íslenska markaðinum og 30,9% á þeim sænska. Á sama tíma hafi deildin aðeins selt í pöruðum viðskiptum í Kauphöllinni 1,5% af heildarveltunni á íslenska markaðinum og 7,6% á þeim sænska.

Röskuðu lögmálum eðlilegrar verðmyndunar

Talsvert ber því á milli varðandi magn keyptra bréfa og seldra í pöruðum viðskiptum og segir í ákærunni að í þessu felist markaðsmisnotkun „Með háttsemi sinni röskuðu ákærðu þeim forsendum og lögmálum sem liggja að baki eðlilegri verðmyndun á skipulegum verðbréfamarkaði með því að auka seljanleika hlutabréfa bankans með ólögmætum hætti,“ segir í ákæru sérstaks saksóknara.

Þá er sérstaklega tilgreint hversu stórtækur bankinn hafi verið í opnunaruppboðum og lokunaruppboðum, en opnunaruppboð setja ákveðin takt fyrir daginn og lokunaruppboð mynda verð við lokun dags sem er notað við mat á eignum eigenda bréfanna. Segir í ákærunni að með þessu hafi starfsmennirnir myndað verðgólf með ólögmætu inngripi í gangverk markaðarins og tryggt óeðlilegt verð á hlutabréfum á tímabilinu.

Keyptu að undirlagi Hreiðars, Ingólfs og Einars Pálma

Ásamt þeim Birni og Pétri eru þeir Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings, Sigurður Einarsson, fyrrverandi stjórnarformaður bankans, Einar Pálmi Sigmundsson, forstöðumaður eigin viðskipta, og Ingólfur Helgason, forstjóri bankans á Íslandi, allir ákærðir í þessum hluta málsins.

Eru þeir Birnir og Pétur Kristinn sagðir hafa lagt fram fyrrnefnd kauptilboð að undirlagi Hreiðars Más, Ingólfs og Einars Pálma, en Hreiðar Már og Sigurður fengu svo daglegan póst með upplýsingum um stöðu dagsins. Ingólfur hafði daglega yfirsýn yfir eigin viðskiptin, en hann, ásamt Einari Pálma, eru sagðir hafa gefið skipanir til þeirra Birnis og Péturs Kristins um kaup á bréfunum.

Í lögum Kauphallarinnar eru ákvæði um flöggunarskyldu ef einn aðili fer yfir eða undir 5% eða 10% eignarhlutdeild í einu félagi. Segir í ákærunni að Kaupþing hafi skipulega reynt að passa upp á að vera undir 5% markinu, enda hafi stjórnendur bankans ekki viljað vekja athygli á þeim miklu kaupum sem áttu sér stað.

Söluhliðin

Þar með er komið að söluhlið málsins, en til að halda sig innan markanna þurfti bankinn að losa sig við eigin bréf með reglulegu millibili. Í ákærunni kemur fram að þegar eftirspurn eftir bréfum hafi verið meiri en framboð hafi bankinn notað tækifærið til að selja hluti. Flesta viðskiptadaga var staðan aftur á móti sú að framboðið var langt umfram eftirspurn á markaði. Þetta átti bæði við um íslenska og sænska markaðinn, en deild eigin viðskipta var stórtæk á báðum mörkuðum. Yfir tímabilið safnaði bankinn því miklu magni eigin bréfa án þess að geta losað sig við þau.

Tugir milljarða

Í ákærunni eru tekin fyrir fjögur sérstök mál á söluhliðinni, en samtals voru þar 68,25 milljón hlutir keyptir sem voru að fullu fjármagnaðir af Kaupþingi með veði í bréfunum sjálfum. Um er að ræða félögin Mata ehf., Holt Investment Group Ltd. og Desulo Trading Ltd. og fjárfestinn Kevin Stanford. Lánaði Kaupþing þessum aðilum tugi milljarða til viðskiptanna og segir í ákærunni að það hafi verið gert án fullnægjandi veða og hafi stjórnendur bankans þar með valdið honum stórfelldu fjárhagslegu tjóni.

Til að setja þessar upphæðir í samhengi var gengi Kaupþings 1090 krónur á hlut í byrjun nóvember 2007 og fór niður í 700 krónur á hlut í febrúar árið 2008. Við fall bankans var verðið komið niður í 654 krónur á hlut. Heildarvirði þeirra bréfa sem bankinn lánaði fyrir í þessum fjórum tilfellum var því á bilinu 45 milljarðar upp í 74 milljarða áður en bankinn hrundi.

Blekkingar og sýndarmennska

Með því að fjármagna kaupin að fullu og án annarra veða eða trygginga en bréfin sjálf eru stjórnendur bankans sakaðir um að hafa gefið ranga og misvísandi sýn á eftirspurn eftir bréfum í Kaupþingi með blekkingum og sýndarmennsku.

Til að sala bréfanna hefði sem minnst áhrif á gengi í Kauphöllinni voru þau öll gerð í utanþingsviðskiptum, en þá er ekki notast við sjálfvirkt pörunarkerfi Kauphallarinnar. Auk þess voru flest viðskiptin nokkuð stór í sniðum, en í ákærunni segir að það hafi verið gert til að takmarka líkur á að gengi hlutabréfanna myndi lækka.

„Þessi utanþingsviðskipti voru þannig bæði afleiðing stórfelldrar og kerfisbundinnar markaðsmisnotkunar ákærðu og forsenda þess að ákærðu gætu haldið henni áfram,“ segir í ákærunni.

Markaðsmisnotkun og umboðsvik

Fyrir markaðsmisnotkun í söluhlutanum eru Hreiðar Már, Sigurður, Ingólfur og Magnús Guðmundsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings í Lúxemborg, ákærðir. Eru þeir ásakaðir um að hafa í sameiningu komið á viðskiptum með hluti í Kaupþingi og látið ranglega líta út fyrir að skráð félög frá Bresku Jómfrúaeyjunum, Íslandi og Kýpur hafi lagt til fé til kaupanna og borið markaðsáhættu. Raunin hafi aftur á móti verið sú að Kaupþing bar alla áhættuna og lánaði að fullu til viðskiptanna.

Þeir Hreiðar Már, Sigurður, Ingólfur og Magnús eru einnig ákærðir fyrir umboðssvik í söluhlutanum. Auk þeirra eru þau Björk Þórarinsdóttir, fyrrverandi fulltrúi í lánanefnd Kaupþings og Bjarki H. Diego, fyrrverandi framkvæmdastjóri útlána hjá bankanum, ákærð fyrir þátt sinn í málinu.

Eru þau ákærð fyrir að hafa stefnt fé bankans í verulega hættu þegar þau fóru út fyrir heimildir til lánveitinga og veittu félögunum þremur lán án þess að hafa fara eftir reglum bankans um tryggingar og án þess að meta á nokkurn hátt greiðslugetu eða eignastöðu lánþegans. Björk og Bjarki eru þó ekki ákærð í öllum liðum þessa hluta. Aðeins Hreiðar Már og Sigurður eru ákærðir fyrir umboðssvik í máli Kevin Stanfords.

Lengd aðalmeðferðar er án fordæmis

Eins og fyrr hefur komið fram er Al Thani málið í raun einn angi af þessu máli sem var ákært sérstaklega fyrir. Í því máli voru þeir Hreiðar Már, Sigurður og Magnús allir dæmir í fjögurra til fimm og hálfs árs fangelsis. Þetta mál er mun stærra í sniðum og nær bæði til sölu- kauphluta málsins auk þess að hlutaðeigandi eru mun fleiri. Verði þrímenningarnir aftur fundnir sekir verður því um að ræða viðbót á núverandi dóm. Hægt er að skala upp dóminn, en ekki margfalda hann. Það þýðir í raun að þeir gætu fengið hámarksrefsingu fyrir markaðsmisnotkun eða umboðssvik samanlagt í báðum málunum, en aldrei hámarksrefsingu í þessu máli til viðbótar við dóminn í Al Thani málinu.

Lengd aðalmeðferðar er án fordæmis, en hún er um tvöfalt lengri en í álíka máli sem fór fram í fyrra. Í svonefndu Imon-máli, þar sem Sig­ur­jón Þ. Árna­son, fyrr­ver­andi banka­stjóri Lands­bank­ans, og Elín Sig­fús­dótt­ir, fyrr­ver­andi fram­kvæmda­stjóri fyr­ir­tækja­sviðs bank­ans, voru sýknuð en Steinþór Gunn­ars­son, fyrrverandi for­stöðumaður verðbréfamiðlun­ar var dæmdur í fangelsi, tók málsmeðferðin „aðeins“ ellefu daga, en slíkt þykir talsvert langur tími. Nú er aftur á móti horft til 22 daga.

Eigin viðskipti bankans námu 42,3% af heildarveltu bréfa bankans á ...
Eigin viðskipti bankans námu 42,3% af heildarveltu bréfa bankans á íslenska markaðinum frá nóvember 2007 til falls hans í október 2008. Ómar Óskarsson
Kaupþing í Lúxemborg kom að söluhlið málsins með að finna ...
Kaupþing í Lúxemborg kom að söluhlið málsins með að finna kaupendur að bréfum í bankanum. Kaupþing lánaði fyrir viðskiptunum. mbl.is/Ólafur
mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Heita laugin Guðlaug á þremur hæðum

15:35 Ístak mun sjá um byggingu nýrrar heitrar laugar við Langasand sem bera mun nafnið Guðlaug. Samningar hafa verið undirritaðir milli Akarnesskaupstaðar og Ístaks um framkvæmdina. Meira »

Eldisfyrirtæki greiði auðlindagjald

15:28 „Mér finnst ánægjulegt að það hafi náðst niðurstaða á milli ólíkra hagsmunaaðila. Það er ljóst að stefnan er að skapa bestu mögulegu skilyrði til uppbyggingar fiskeldis hér á landi.“ Þetta segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, sjávarútvegsráðherra. Meira »

„Íslensk tunga aldrei í forgangi“

15:13 Eiríkur Rögnvaldsson íslenskuprófessor hefur staðið í bréfaskriftum við Neytendastofu vegna auglýsinga á öðrum tungumálum en íslensku hérlendis. Nýjasta dæmið um slíkt er risavaxin auglýsing sem fataverslunin H&M fékk leyfi til að setja upp á Lækjartorgi. Meira »

Segja bætur í sögulegu lágmarki

14:53 Miðstjórn Alþýðusambands Íslands mótmælir harðlega þeirri ákvörðun stjórnvalda að láta atvinnuleysisbætur ekki fylgja þróun lægstu launa og krefst þess að atvinnuleysisbætur verði hækkaðar til samræmis við lægstu laun. Meira »

100 vantar enn til starfa

14:45 Enn á eftir að ráða fólk til starfa í yfir 100 stöðugildi í leikskólum borgarinnar. Á tveimur vikum hefur tekist að ráða í 24 stöðugildi af þeim 132 sem ómönnuð voru þá. Eftir standa 108 ómönnuð stöðugildi. Meira »

Óttarr sækist eftir endurkjöri

14:33 Stjórnmálaflokkurinn Björt framtíð heldur ársfund sinn þann 2. september næstkomandi á Icelandair Hotel Natura í Reykjavík. Þar verður meðal annars kosið um formann og stjórnarformann flokksins. Óttarr Proppé heilbrigðisráðherra sækist eftir endurkjöri sem formaður flokksins. Meira »

Fara ekki fram á miklar launahækkanir

14:03 Fyrsti fundur samninganefndar Skurðlæknafélags Íslands og samninganefndar ríkisins var haldinn í morgun. Kjarasamningur félagsins rennur út 31. ágúst. Meira »

Gjörbreyti möguleikum í Eyjum

14:28 Nýtt spennuvirki verður formlega vígt í Vestmannaeyjum nú klukkan þrjú. HS Veitur og Landsnet stóðu að framkvæmdinni og hefur spennustöðin þegar verið sett af stað. Meira »

Drónar flytja veitingar yfir Elliðaárvog

14:00 Stórt skref verður stigið í framþróun á drónatækni við heimsendingar í dag þegar netverslunin AHA gerist fyrst fyrirtækja á heimsvísu til þess að nota tæknina til vöruflutninga innan borgarmarka. Meira »

Vel nestuð þar til mötuneyti opnar

13:31 Nemendur í Snælandsskóla þurfa að mæta með nesti í skólann fyrir allan daginn fram til 11. september þegar mötuneytið opnar. „Við hljótum að lifa þessa örfáu daga af og taka með nesti. Foreldrar hafa almennt tekið vel í þetta og sýnt þessu skilning,“ segir skólastjóri. Meira »

Ein kæra vegna veiðiþjófnaðar

13:25 Ein kæra vegna veiðiþjófnaðar liggur á borði lögreglunnar á Vesturlandi. Það er eina kæran sem lögreglu hefur borist í þremur af helstu laxveiðiumdæmum landsins. Meira »

Unnið á þrískiptum vöktum í Neskaupstað

13:06 Vinnsla á makríl og síld hefur verið samfelld í fiskiðjuveri Síldarvinnslunnar í Neskaupstað undanfarnar tvær vikur. Unnið hefur verið á þrískiptum vöktum og hafa veiðarnar gengið vel. Meira »

Skólasetningu í Hvassaleiti frestað

12:30 Skólasetningu í Hvassaleiti, annarri af tveimur starfsstöðvum Háaleitisskóla, hefur verið frestað um einn dag vegna veikinda starfsmanna. Meira »

Ríkisstjórnin með 27,2% fylgi

11:30 Stuðningur við ríkisstjórnina mældist 27,2% í nýrri könnun MMR á fylgi stjórnmálaflokkanna. Í júlí var ríkisstjórnin með 34,1% fylgi. Sjálfstæðisflokkurinn mældist með mest fylgi íslenskra flokka eða 24,5% sem er tæpum 5% minna en í síðustu könnun. Meira »

Kennsla felld niður vegna magakveisu

11:20 Fella þurfti niður kennslu í sex bekkjum á miðstigi í Hörðuvallaskóla í Kópavogi í morgun vegna magakveisu sem geisar á meðal starfsfólks skólans. Meira »

17 ára játaði hnífstunguárás við Metro

12:08 Hæstiréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Reykjaness þess efnis að sautján ára gamall piltur, sem grunaður er um tilraun til manndráps, sæti vistun á viðeigandi stofnun til fimmtudagsins 14. september næstkomandi. Meira »

Í annarlegu ástandi á hóteli

11:24 Óskað var eftir aðstoð lögreglu vegna manns í annarlegu ástandi í anddyri hótels í miðborg Reykjavíkur laust fyrir klukkan hálfsjö í morgun. Maðurinn var ekki gestur á hótelinu. Hann var farinn þegar lögreglan kom á vettvang. Meira »

Hvað á að hafa í huga við hamfarir?

10:58 Íslendingar búa við stórfelldar hættur, eins og jarðskjálfta, snjóflóð og eldgos, sem fólk þarf að takast á við daglega en þó að það sé hægt að spá fyrir um náttúruhamfarir getur verið erfitt að sjá fyrir afleiðingar þeirra. Meira »
Húsgagnaviðgerðir
Ég tek að mér viðgerðir á húsgögnum, bæði gömlum og nýjum. Starfsemin fer fram í...
Vantar Bílamálara/Bifreiðasmið í vinnu.
5 stjörnu Gæða vottað Réttingaverkstæði vantar Bílamálara og bifreiðasmið til s...
HÚSAVIÐHALD
Viðgerðir og viðhald fasteigna er okkar fag. Húsaklæðning ehf. hefur í áratugi ...
Hornborð til sölu
Eikar borð til sölu ,stærð 65x65 cm. hæð,45 cm. Er í Kópavogi aðeins 3,000,- kr...
 
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Vélavörður
Sjávarútvegur
Vélavörður Vísir hf. óskar ef...
Samkoma
Félagsstarf
Samkoma kl. 20 í Kristniboðs- salnum. R...
Háseti
Sjávarútvegur
Háseti Vísir hf óskar eftir a...