Þungir en skilorðsbundnir dómar

Þremenningarnir voru viðstaddir aðalmeðferð málsins fyrr í mánuðinum.
Þremenningarnir voru viðstaddir aðalmeðferð málsins fyrr í mánuðinum. mbl.is/Golli

Þrír menn sem ákærðir voru fyrir sér­stak­lega hættu­lega lík­ams­árás, hót­an­ir og frels­is­svipt­ingu fengu allir þunga dóma í héraðsdómi. En dómarnir eru allir skilorðsbundnir vegna þess hversu langt er um liðið og að þeir hafa allir snúið af þeirri braut er þeir voru á og tekið upp aðra hætti.

Þremenningarnir voru ákærðir fyrir hafa ráðist á karl­mann á barn­um Monte Car­lo í Reykja­vík 19. des­em­ber 2010 vegna meintr­ar skuld­ar og farið síðan með hann í íbúð við Suður­hlíð þar sem lík­ams­meiðing­arn­ar hafi haldið áfram. Manninn­um hafi verið haldið föngn­um í íbúðinni, meðal ann­ars kefluðum í baðkari yfir nótt þar til faðir hans greiddi mönn­un­um eina millj­ón króna í lausn­ar­gjald.

Sá sem fékk þyngsta dóminn,  Ríkharð Júlíus Ríkharðsson, sæti fangelsi í 2 ár og 6 mánuði. Davíð Fjeldsted fékk tveggja ára dóm og sá þriðji, Magnús Sigurjón Einarsson fékk eins árs fangelsisdóm. 

Í niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur kemur fram að fresta skal fullnustu refsinga þeirra og skulu refsingar Ríkharðs og Davíðs, falla  niður að liðnum 3 árum haldi þeir almennt skilorð  en refsing Magnúsar skal falla niður að liðnum 2 árum haldi hann sama skilorð.

Hótuðu að nauðga manninum og systur hans ef hann myndi kjafta frá

Í dómi héraðsdóms kemur fram að mennirnir séu sakfelldir fyrir að hafa ráðist á manninn og veitt honum áverka. Einnig voru þeir sakfelldir fyrir að hafa svipt hann frelsi sínu og hóta honum og fjölskyldu hans hans. Þeir Ríkharð og Davíð voru sakfelldir fyrir að hafa brotið gegn manninum á Monte Carlo en allir þrír fyrir að hafa brotið gegn honum í íbúðinni.

Samkvæmt ákæru héldu þremenningarnir áfram í sameiningu, þegar í íbúðina var komið, að krefja hann um peninga og veitast að honum og slá hann ítrekað í höfuð og líkama, með hnefum, hnúajárnum og kylfu. Þeir helltu þvottaefni upp í munn mannsins, brenndu hann með sígarettum og hótuðu honum að klippa af honum fingur og eyru.

Meðan á þessu stóð afklæddu þremenningarnir fórnarlambið. Héldu honum fjötruðum og kefluðum yfir nótt í baðkeri í íbúðinni og var hann látinn laus síðdegis föstudaginn 20. desember eftir að faðir hans hafði, að beiðni mannsins, greitt 1 milljón króna inn á bankareikning Magnúsar  til að leysa soninn úr haldi í samræmi við kröfur þeirra.

Áður en maðurinn  var látinn laus hótuðu þeir honum því að ef hann kærði brotin til lögreglu yrði honum og fjölskyldu hans gert mein þar á meðal að systir hans yrði barin og henni og honum sjálfum nauðgað. Af líkamsmeiðingum þessum hlaut maðurinn mar á öxl og upphandlegg, yfirborðsáverka á bakvegg brjóstkassa, brunaáverka á höfði og hálsi, þrjú hringlaga brunasár á aftanverðum hálsi, marga yfirborðsáverka á hálsi, mar á olnboga og yfirborðsáverka á öðrum hlutum höfuðs og mar á hægra auga.

Tveir þeirra dæmdir fyrir svipuð brot árið 2011

Í dómi héraðsdóms er farið yfir sakaferil þremenninganna. Ríkharð var dæmdur í 2 ára fangelsi 2009 fyrir brennu, skjalafals og fleiri brot. Árið 2011 var hann sektaður fyrir akstur undir áhrifum fíkniefna og sama ár dæmdur í 3 ára og 6 mánaða fangelsi fyrir líkamsárás og frelsissviptingu, í svokölluðu Black Pistons máli. Honum var veitt reynslulausn í 2 ár 5. febrúar 2014 á eftirstöðvum refsingar, 500 dögum.

 Davíð var dæmdur í 3 ára fangelsi 2011 fyrir aðild að sama máli Honum var veitt reynslulausn í 2 ár 1. maí 2013 á eftirstöðvum refsingar, 360 dögum.

Davíð játaði fyr­ir dómi í því máli að hafa ráðist að fórn­ar­lamb­inu, ung­um karl­manni með högg­um og spörk­um. Játn­ing hans var þó fjarri ákæru­lýs­ingu. Þar var hon­um ásamt Rík­h­arð Júlí­usi Rík­h­arðssynigefið að sök að hafa haldið ung­um karl­manni, fædd­um 1989, frá kvöldi þriðju­dags 11. maí sl. fram að há­degi dag­inn eft­ir. Á þeim tíma gengið í skrokk á mann­in­um, notað til þess vopn á borð við þykk­ar raf­magns­snúr­ur, belti, slíðrað skrautsverð og hníf auk þess að kýla og sparka.

Black Pistons-menn dæmdir

Magnús var dæmdur í 4 mánaða fangelsi 2011 fyrir fíkniefnalagabrot. Eftir það hefur hann fimm sinnum verið sektaður fyrir umferðar- og fíkniefnalagabrot.

Hafa allir snúið af þeirri braut sem þeir voru á

„Ákærðu frömdu brotið í desember 2010. Það var fyrst kært 3 árum síðar og ákæra gefin út 4 árum eftir að þeir gerðust brotlegir. Ákærðu hafa nú allir snúið af þeirri braut er þeir voru á og tekið upp aðra hætti. Ákærðu, Davíð og Magnús, eru í fastri vinnu og ákærði Ríkharð býr erlendis og stundar nám. Með hliðsjón af gerbreyttum háttum ákærðu og þegar litið er til þess hversu langur tími er liðinn frá brotinu verða refsingar ákærðu bundnar skilorði eins og í dómsorði segir,“ segir í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur frá því á föstudag.

Í útistöðum við hálfan bæinn

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert