Verkfall slæmt fyrir fiskútflutning

mbl.is/Helgi Bjarnason

Dragist verkfall dýralækna, líffræðinga og matvæla- og næringarfræðinga hjá Matvælastofnun á langinn kann það að hafa alvarlegar afleiðingar fyrir útflutning sjávarafurða. Þetta er haft eftir Kolbeini Árnasyni, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, í frétt Ríkisútvarpsins. Verkfallið hefst á miðnætti.

Fram kemur í fréttinni að þar með hætti meðal annars útgáfa heilbrigðisvottorða vegna útflutnings sjávarafurða til Rússlands, Hvítarússlands, Armeníu, Kasakstans, Kirgistans og Ísraels. Kolbeinn segir um stóra markaði að ræða til að mynda fyrir kolmunna, makríl, síld og loðnu. Lítið sé hins vegar flutt af ferskum fiski til þessara ríkja. Hægt verður þó að sækja um undanþágur ef afstýra þarf neyðarástandi. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert