Á 84 km/klst með annan í eftirdragi

Ljósmynd/Kristinn Freyr Jörundsson

Ökumaður sem stöðvaður var af lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi á yfir höfði sér ökuleyfissviptingu og fjársekt, en hann mældist á 84 km/klst með annað ökutæki í eftirdragi.

„Samkvæmt reglugerð þar um má eigi aka hraðar en 50 km/klst ef notuð er stöng eða annar sambærilegur búnaður. Ef notuð er taug má eigi aka hraðar en 30 km/klst. Í þessu tilfelli var notuð taug og því má ökumaður eiga von á ökuleyfissviptingu til viðbótar við fjársekt,“ segir í tilkynningu frá lögreglu.

Lögregla stöðvaði annan ökumann um kl. 22.30 í gær. Er hann grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna, en fíkniefni fundust í bifreiðinni. Hann var látinn laus eftir skýrslu- og sýnatöku.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert