Borgarstjórinn í Breiðholti

Dagur B. Eggertsson ásamt starfsfólki menningarmiðstöðvarinnar Gerðubergs í dag.
Dagur B. Eggertsson ásamt starfsfólki menningarmiðstöðvarinnar Gerðubergs í dag. Mynd/Reykjavíkurborg

Skrifstofa borgarstjóra hefur verið flutt tímabundið í Breiðholtið, í menningarmiðstöðina í Gerðubergi. Verður hún þar til húsa næstu tvær vikurnar. 

Mun Dagur B. Eggertsson funda með starfsfólki stofnana Reykjavíkurborgar í Breiðholti og heimsækja fyrirtæki í hverfinu. Í dag heimsótti hann Hólabrekkuskóla og Fellaskóla auk þess sem hann heimsótti Fab Lab og Nylo. Hann endar svo daginn á knattspyrnuæfingu með Leikni.

Á morgun verður haldinn borgarstjórnarfundur í Gerðubergi.

Í mars á þessu ári flutti borgarstjóri tímabundið í Árbæinn þar sem hann starfaði í tvær vikur. Er það stefna borgarstjórans að halda opna fundi í öllum hverfum borgarinnar á næstu misserum. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert