Búðu þig undir éljagang

Það er von á slydduéljum.
Það er von á slydduéljum. mbl.is/Rax

Kuldaskil eru á leið austur yfir landið og vindur snýst til suðvestanáttar. Reiknað er með éljum og hálku á vegum ofan um 200-300 metra hæðar í fyrramálið um landið vestanvert þar með talið á Hellisheiði. Á láglendi verða slydduél og sumstaðar krapi, samkvæmt upplýsingum veðurfræðings Vegagerðarinnar.

Greiðfært er nánast um allt land. Þokuloft er víða á heiðum um vestanvert landið.

Vegir sem ekki eru í vetrarþjónustu eru sumir hverjir orðnir færir en vegir sem enn eru lokaðir eða ófærir eru t.d. Nesjavallaleið og eins bæði Hrafnseyrarheiði og Dynjandisheiði.

Veðurvefur mbl.is

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert