Engin bílastæði við Fossvogssundlaug?

Hjóla- og göngustígar í Fossvogi
Hjóla- og göngustígar í Fossvogi Morgunblaðið/Ernir Eyjólfsson

Kópavogsbær og Reykjavíkurborg hafa ákveðið að gera sameiginlegt deiliskipulag fyrir Fossvogsdalinn og gera þar saman sundlaug. Einn af þremur stöðum sem eru til skoðunar fyrir laugina er í miðjum dalnum, en þar er ekki gert ráð fyrir bílastæðum. Talið er að laugin gæti þjónað skólasundi á daginn og almenningi eftir lok skóladags.

Við gerð deiliskipulagsins verða m.a. skoðaðar leiðir til að draga úr neikvæðum sjónrænum áhrifum sundlaugarinnar, en komið hefur fram í vinnu sveitarfélaganna að boðið yrði upp á þá möguleika að gestir komi gangandi eða hjólandi og að ekki yrði gert ráð fyrir bílastæðum.

Við deiliskipulagsvinnuna verður einnig fjallað um stækkun á lóð Knattspyrnufélagsins Víkings.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert