Meiðast vegna lélegs viðhalds

Börn í sjötta flokki Fylkis á æfingu á gervigrasinu, sem …
Börn í sjötta flokki Fylkis á æfingu á gervigrasinu, sem er tíu ára gamalt. Morgunblaðið/Einar S.

Dæmi eru um að allt að 50-60% iðkenda í yngri flokkum knattspyrnudeildar Fylkis eigi við meiðsl að stríða sem forráðamenn félagsins telja vera vegna lélegs gervigrass. Gervigrasið við Fylkisvöll er 10 ára gamalt og úr sér gengið. Börnin hafa verið að meiðast í nára, hnjám og mjóbaki.

Verkfræðingur sem sá um lagningu grassins segir að of lítið og lélegt gúmmí hafi verið notað þegar völlurinn var lagður.

Verkfræðingurinn Peter W. Jessen hjá Verkís segir í umfjöllun um málið að meira viðhald vanti á grasinu frá hendi borgarinnar, sem felist í því að bæta við gúmmíi. Svipað ástand er á gervigrasvöllum KR og Fram í Safamýri.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert