Hugmyndir um að semja til eins og hálfs árs

Blikur eru á lofti á almenna vinnumarkaðnum.
Blikur eru á lofti á almenna vinnumarkaðnum. Morgunblaðið/Kristinn

Mikil óvissa er um hvaða stefnu kjaraviðræður á almenna vinnumarkaðinum taka næstu daga, eftir að yfirstandandi deilum hefur verið vísað til ríkissáttasemjara. Meðal hugmynda sem komið hafa upp í óformlegum samtölum samkvæmt heimildum Morgunblaðsins innan verkalýðshreyfingarinnar er að reynt verði að semja til eins og hálfs árs.

Samningarnir rynnu þá út skömmu fyrir framlagningu síðasta fjárlagafrumvarps ríkisstjórnarinnar á kjörtímabilinu haustið 2016, til að skapa viðsemjendum á vinnumarkaði sterkari stöðu gagnvart stjórnvöldum. Þessi hugmynd er þó sögð enn vera á frumstigi. Félögin í Starfsgreinasambandinu sem ljúka í kvöld kosningu um boðun verkfalls hafa viljað semja til þriggja ára en önnur félög í ASÍ til eins árs.

„Við erum ekki endilega að horfa til þriggja ára samnings heldur höfum við sagt okkar markmið vera að ná 300 þúsund króna lágmarkslaunum á innan við þremur árum. Það er hægt að gera það í áföngum, með árs samningi eða til eins og hálfs árs,“ segir Björn Snæbjörnsson, formaður SGS.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert