Samtök fiskframleiðenda vilja auka kvóta

mbl.is/Sigurður Bogi

Stjórn samtaka fiskframleiðenda og útflytjenda vill auka kvóta á botnfiski þegar í stað. Þetta kemur fram í tilkynningu frá samtökunum. Segja samtökin að stofnstærð botnfiska á Íslandsmiðum gefi tilefni til aukningarinnar.

Segja samtökin að ófremdarástand hafi verið á fiskmörkuðum í allan vetur vegna ógæfta og að lítið magn af sjávarfangi hafi verið á mörkuðum og framboð sveiflukennt.

„Nú fara í hönd strandveiðar sem hafa undanfarin ár skaffað fisk inn á ferskfiskmarkaði yfir sumartímann þannig að fyrirtæki sem stunda ferskfiskvinnslu geta tryggt íslenskt sjávarfang inn á dýrustu markaði erlendis allt árið. Þessi aukning nýtist öllum fyrirtækjum sem vinna ferskfisk yfir sumartímann og aflar aukinna gjaldeyristekna fyrir þjóðarbúið,“ segir í tilkynningunni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert