Seinni umferð rektorskjörs hafin

Seinni umferð kjörs rektors Háskóla Íslands hófst klukkan 09:00 og stendur til klukkan 18:00. Í dag er kosið í annað sinn, þar sem en enginn frambjóðenda fékk helming greiddra atkvæða eins og reglur háskólans gera ráð fyrir.

Nú stendur valið milli Guðrúnar Nordal og Jóns Atla Benediktssonar, en atkvæðagreiðslan fer fram gegnum Ugluna, þar sem nemendur og starfsmenn skólands geta greitt atkvæði.

Jón Atli Benediktsson hlaut 48,9% greiddra atkvæða í fyrri umferðinni, Guðrún Nordal 39,4% og Einar Steingrímsson 9,7%.

Tölur um kjörsókn eru væntanlegar um klukkan 13, en ekki er ljóst hvenær endanlegar tölur liggja fyrir. Nýr rektor verður kynntur í hátíðarsal Háskóla Íslands þegar talningu líkur.

Kjósa þarf aftur í rektorskjörinu

Hlakka til baráttunnar framundan

Guðrún Nordal og Jón Atli Benediktsson.
Guðrún Nordal og Jón Atli Benediktsson. mbl.is/Árni Sæberg
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert