Sköpunargáfan springur út í Reykjavík

Barnamenningarhátíð verður sett í Hörpu.
Barnamenningarhátíð verður sett í Hörpu.

Barnamenningarhátíð í Reykjavík verður sett í fimmta skipti á morgun. Hátíðin er einn stærsti viðburður ársins sem haldinn er á vegum Reykjavíkurborgar og eru um 120 viðburðir í boði fyrir börn og unglinga í öllum hverfum borgarinnar. Gert er ráð fyrir að um 40 þúsund manns taki þátt hátíðinni sem stendur yfir í sex daga, frá þriðjudegi til sunnudags. Frítt er inn á alla viðburði, samkvæmt upplýsingum frá Höfuðborgarstofu.

Í Iðnó verður starfrækt barnamenningarhús undir nafninu Ævintýrahöllin sem verður miðstöð barnamenningar á hátíðinni. Þar verður fjölbreytt dagskrá og húsið opið öllum. ASSITEJ Ísland - samtök um leikhús fyrir unga áhorfendur efna til sviðslistahátíðar. Boðið verður upp á leik- og danssýningar fyrir alla aldurshópa, vinnusmiðjur í samstarfi við Listaháskóla Íslands og aðra  viðburði. Lesa má nánar um þessa og alla hina viðburði hátíðarinnar á www.barnamenningarhatid.is.

 Áhersla er lögð á að börn og unglingar fái að nýta sköpunargáfu sína og ímyndarafl í alls kyns listasmiðjum og viðburðum á hátíðinni.

Opnunarhátíðin verður í Eldborg í Hörpu en þangað er öllum fjórðu bekkingum grunnskóla Reykjavíkur boðið líkt og undanfarin ár. Þar verður frumfluttur söngurinn „Það sem skiptir mestu máli“ sem Salka Sól og Gnúsi Yones sömdu út frá lýðræðislega kosnum hugmyndum fjórðu bekkinga um jafnrétti. Þar bar hæst frið, jafnrétti, ást og öryggi. 

<iframe allowfullscreen="" frameborder="0" height="315" src="https://www.youtube.com/embed/MnhSZ2uY_vk" width="560"></iframe><div id="embedded-remove"> </div>
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert