Banaslys á Biskupstungnabraut

mbl.is

Íslenskur karlmaður á sjötugsaldri, sem lenti í alvarlegu umferðarslysi á Biskupstungnabraut í dag, þriðjudag, og var fluttur með þyrlu Landhelgisgæslunnar til Reykjavíkur á Landspítala, var úrskurðaður látinn fljótlega eftir komu þangað. 

Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurlandi. Árekstur varð með tveimur bifreiðum sem ekið var í gagnstæðar áttir og var karlmaðurinn einn í fólksbifreið sinni þegar áreksturinn varð. Erlend hjón voru í hinum bílnum og sluppu þau lítið meidd en eru þó enn til eftirlits á sjúkrahúsi í Reykjavík.

Í tilkynningu lögreglunnar segir að endurlífgunartilraunir sem vegfarendur, þ.m.t. ökumaður og farþegi hinnar bifreiðarinnar, hófu á vettvangi og var fram haldið á leið á sjúkrahús af sjúkraliði báru ekki árangur og var maðurinn úrskurðaður látinn fljótlega eftir komu þangað.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert