Fékk ekki landvist vegna verkfallsins

Smáhundurinn Tutzy.
Smáhundurinn Tutzy.

Smáhundinum Tutzy, sem flytja átti frá Noregi hingað til lands í gær, var meinuð landvist vegna verkfalls dýralækna í BHM og því þurfti að fara með hundinn aftur til Noregs með tilheyrandi kostnaði og fyrirhöfn fyrir eiganda hans, Thelmu Rut Magnúsdóttur sem býr í Noregi.

Hún segist ekki hafa fengið nein skilaboð um fyrirhugaðar verkfallsaðgerðir. Forstjóri Matvælastofnunar, sem hefur umsjón með innflutningi lifandi dýra, segir aftur á móti að öllum þeim sem hugðu á innflutning dýra frá og með gærdeginum hafi verið gert viðvart.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert