Gríðarlegur léttir þegar hann vaknaði

Bræðurnir Einar Árni (t.v.) og Hilmir Gauti (t.h.) ásamt foreldrum …
Bræðurnir Einar Árni (t.v.) og Hilmir Gauti (t.h.) ásamt foreldrum sínum þeim Bjarna Einarssyni og Hafdísi Jónsdóttur. mbl.is/Rax

Bjarni Einarsson, faðir drengjanna tveggja sem voru nær drukknaðir í lækn­um við Reyk­dals­stíflu í Hafnar­f­irði í síðustu viku segir það hafa verið gríðarlegan létti þegar yngri drengurinn, Hilmir Gauti, vaknaði á föstudag, en honum hafði verið haldið sof­andi í önd­un­ar­vél fram að því.

Ítarlegt viðtal við föður drengjanna má lesa hér.

Eldri bróðirinn, Einar Árni, var end­ur­lífgaður á slysstað. Bræðurnir hafa náð undraverðum bata þrátt fyrir að aðeins sé vika liðin frá því slysið varð og hlaupa nú um ganga Barnaspítalans.

Ítarlegt viðtal við föður drengjanna 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert