Mótmæla „hatursorðræðu Útvarps Sögu“

Mótmælendur hyggjast hringja inn á stöðina á föstudag.
Mótmælendur hyggjast hringja inn á stöðina á föstudag. Af Facebook-viðburðinum

„Hatursorðræða lifir góðu lífi á Útvarpi Sögu. Þáttarstjórnendur leyfa henni að grassera og taka í mörgum tilvikum undir hana. Sendum Útvarpi Sögu skýr skilaboð um að hatursorðræða sé ekki liðin í okkar samfélagi,“ segir á Facebook-viðburði Ungra jafnaðarmanna, sem hafa efnt til mótmæla gegn útvarpsstöðinni.

Mótmælin felast í því að hringja inn í símatíma stöðvarinnar frá klukkan 09:00 til 12:00 á föstudag og taka upp hanskann fyrir minnihlutahópa, og er fólk hvatt til að taka þátt. Þegar hafa á þriðja hundrað manns boðað þátttöku sína.

„Tökum upp hanskann fyrir minnihlutahópa á borð við hinsegin fólk og innflytjendur sem verða fyrir reglulegu aðkasti á stöðinni,“ segir á síðunni. Þá hefur verið búið til myllumerkið #OccupySaga og er þar vísað í The Occupy movement þar sem félagslegu og efnahagslegu misrétti í heiminum er mótmælt.

Hér má sjá Facebook-viðburðinn.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert