Fyrsti fundur eftir kosningu

Björn Snæbjörnsson formaður Starfsgreinasambands Íslands.
Björn Snæbjörnsson formaður Starfsgreinasambands Íslands. Skapti Hallgrímsson

Í dag hefst fyrsti fundur hjá ríkissáttasemjara í kjaradeilu Starfsgreinasambandsins (SGS) og Samtaka atvinnulífsins eftir að félagar í SGS samþykktu verkfallsboðun í kosningu. Björn Snæbjörnsson, formaður SGS segir í samtali við mbl.is að hann sé hvorki svartsýnn né með miklar væntingar fyrir fundinn, en það var sáttasemjari sem boðaði til fundarins.

Á mánudaginn lauk kosningu um verkfallsboðun hjá félaginu og var kjörsókn um 50%. Mikill meirihluti, eða 94,6% samþykkti boðunina og hefst allsherjar vinnustöðvun á hádegi 30. apríl í tólf klukkustundir að óbreyttu. Fylgja svo fimm fleiri vinnustöðvanir út maí mánuð náist ekki samningar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert