Setja upp nýjan flóðljósabúnað á Laugardalsvelli

Unnið er að endurbættum flóðljósabúnaði á Laugardalsvelli.
Unnið er að endurbættum flóðljósabúnaði á Laugardalsvelli. Árni Sæberg

Verið er að skipta um möstur fyrir nýjan flóðljósabúnað við Laugardalsvöll. Að sögn Geirs Þorsteinssonar, formanns KSÍ, var farið í framkvæmdirnar til þess að uppfylla kröfur Knattspyrnusambands Evrópu (UEFA) og fékk sambandið til þess styrk frá sambandinu. Að sögn hans er kostnaðurinn um 150 milljónir króna. Áætluð verklok eru í ágúst og á meðan verður ,,treyst á sólarljósið,“ segir Geir.

Að sögn Geirs hafa framkvæmdirnar legið fyrir um nokkra hríð. „Það kom í ljós að við þurftum að setja upp ný möstur til þess að uppfylla kröfur UEFA. Við vissum það í fyrra en höfðum ekki tíma til þess að setja upp ný möstur. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert