SGS og SA funduðu í morgun

SGS og SA voru á fundi hjá ríkissáttasemjara í morgun.
SGS og SA voru á fundi hjá ríkissáttasemjara í morgun. mbl.is/Golli

Ríkissáttasemjari boðaði fulltrúa Starfsgreinasambandsins (SGS) og Samtaka atvinnulífsins (SA) á fund sem stóð frá klukkan 10.00 til 12.00 í morgun. Það var fyrsti fundur þeirra eftir að félagar í SGS samþykktu verkfallsboðun í atkvæðagreiðslu sem lauk á mánudag.

Björn Snæbjörnsson, formaður SGS, sagði að menn hefðu rætt málin en ekkert stórkostlegt gerst á fundinum.

Ríkissáttasemjari varpaði fram hugmynd um að komið yrði á fót tveimur starfshópum til að skoða ýmis mál, starfsmenntun og fleira. Hann mun kalla starfshópana til fundar.

Allsherjar tólf klukkustunda löng vinnustöðvun SGS á að hefjast á hádegi 30. apríl n.k.

Björn Snæbjörnsson formaður Starfsgreinasambands Íslands.
Björn Snæbjörnsson formaður Starfsgreinasambands Íslands. Skapti Hallgrímsson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert