Tækifæri í útrás Íslandshótela

Fosshótel í Reykjavík við Höfðatorg
Fosshótel í Reykjavík við Höfðatorg Árni Sæberg

Íslandshótel leita að ákjósanlegum stöðum fyrir hótel í miðborg Reykjavíkur og kæmu þau til viðbótar þeim hótelum sem félagið hyggst opna á næstu árum.

Ólafur Torfason, forstjóri og stjórnarformaður Íslandshótela, segir að hótelin yrðu að vera innan tiltekins radíuss frá miðborg Reykjavíkur. Viðræður eru hafnar við borgina um einstakar lóðir og segir Ólafur staðsetninguna trúnaðarmál. Þessar hugmyndir eru ekki fullmótaðar en í þeim er gert ráð fyrir alls 350 herbergjum. Þá segir Ólafur mikil tækifæri fyrir útrás Íslandshótela til nágrannalanda.

Yrði til hagsbóta fyrir Ísland

„Af hverju ætti ekki að vera hægt að opna og reka hótel á nálægum markaðssvæðum og vinna Íslandi gott í leiðinni? Þá horfi ég til hinna norrænu landanna, Bretlands og Evrópu,“ segir Ólafur og tekur fram að málið sé á frumstigi og gert í samráði við nýja meðeigendur félagsins.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert