Éljagangur á Norðurlandi

Það er snjór á Akureyri í dag.
Það er snjór á Akureyri í dag. mbl.is/Skapti

Á Vesturlandi eru vegir að mestu greiðfærir en hálkublettir eru þó m.a. á Vatnaleið, Fróðárheiði og Svínadal, samkvæmt upplýsingum Vegagerðarinnar.

Sjá veðurvef mbl.is.

Það er snjóþekja á Klettshálsi, Þröskuldum, Steingrímsfjarðarheiði og á Ströndum en á Vestfjörðum er einnig sumstaðar hálka eða hálkublettir.

Það er éljagangur allvíða á Norðurlandi og þar er því víða nokkur hálka eða snjóþekja. Þæfingur er á Dettifossvegi.

Á Austurlandi er hálka og snjóþekja á Héraði og á fjallvegum en greiðfært er með ströndinni. Öxi er ófær.

Í öðrum landshlutum eru vegir greiðfærir.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert