Fallegra en mig hefði órað fyrir

Katie Hammel, blaðamaður BBC, ók hringinn í kringum Ísland síðasta …
Katie Hammel, blaðamaður BBC, ók hringinn í kringum Ísland síðasta sumar ásamt eiginmanni sínum. Sigurður Bogi Sævarsson

Katie Hammel, blaðamaður BBC, ók hringinn um Ísland síðasta sumar ásamt eiginmanni sínum. Hún hreifst einkum af Vestfjörðum og greinir frá ferðalagi þeirra í máli og myndum.

Fyrst lá leið þeirra um Ísafjörð. „Bárujárnsklæddu húsin sem eru meðfram götum bæjarins virðast varla vera nógu sterkbyggð til að þola hið óstöðuga veður í norðri; það var bara miður september þegar við komum og veðurspáin gerði þegar ráð fyrir snjókomu,“ skrifar Hammel.

Þrátt fyrir veðurspá og frekar óstöðugan húsbíl ákváðu hjónin að leggja leið sína til Súðavíkur þar sem þau heimsóttu Melrakkasetur Íslands. Þau ræddu við starfsmanninn og komust að því að hann sinnir í félagi við annan mann björgunarsveitarstörfum í bænum.  „En þetta er það sem við gerum hér,“ segir starfsmaður safnsins. „Við pössum hvert upp á annað.“

Hjónin heimsóttu einnig fossinn Dynjanda. Enginn átti leið framhjá fossinum í heilan klukkutíma. „Ég las að á Vestfjörðum væru fleiri fossar en fólk, nú trúi ég því,“ skrifar blaðamaðurinn.

„Þetta pínulitla horn á skaganum á þessu litla landi var stærra, villtara og fallegra en mig hefði órað fyrir,“ skrifar Hammel að lokum.

Hér má sjá umfjöllun Katie Hammel, blaðamanns BBC, um Vestfirðina. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert