Keppt í blaki í þremur uppblásnum húsum

Keppt í blaki í uppblásnum íþróttahúsum
Keppt í blaki í uppblásnum íþróttahúsum

Blakdeild Þróttar, Neskaupstað, hefur fest kaup á þremur uppblásnum íþróttahúsum. Þorbjörg Ólöf Jónsdóttir, formaður blakdeildarinnar, segir að húsin hafi verið keypt þar sem ekki hafi verið nógu margir keppnisvellir í Neskaupstað til þess að hægt hefði verið að halda öldungamótið í blaki en um 970 keppendur taka þátt í mótinu í ár með 133 liðum og hefst mótið á fimmtudaginn kemur.

Húsin þrjú kostuðu í heildina um 10 milljónir króna komin hingað til lands og segir Þorbjörg að ekki sé búið að ákveða hvað gert verði við húsin þrjú að móti loknu. Samvinnufélag útgerðarmanna í Neskaupstað styrki blakdeildina um tvær og hálfa milljón króna til kaupanna og Fjarðabyggð um 750 þúsund krónur.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert