Magnús mætti í dómsal í dag

Magnús Guðmundsson, fv. forstjóri Kaupþings í Lúxemborg.
Magnús Guðmundsson, fv. forstjóri Kaupþings í Lúxemborg. mbl.is/Þórður

Magnús Guðmundsson, fv. forstjóri Kaupþings í Lúxemborg, mætti í dómsal í dag, en hann kom í fylgd tveggja fangavarða. Er þetta í fyrsta skipti sem hann mætir á fyrstu fjórum dögum aðalmeðferðar. Magnús var áður dæmdur í fangelsi í svokölluðu Al Thani máli, en hann hefur hafið afplánun.

Eins og mbl.is hefur áður greint frá skapar málið ákveðið vandamál fyrir fangelsisyfirvöld, en um tveggja og hálfs tíma keyrsla er frá Reykjavík á Kvíabryggju og því var áformað að Magnús, ásamt Hreiðari Má Sigurðssyni og Sigurði Einarssyni, fyrrum stjórnendum bankans, verði í Hegningarhúsinu meðan málið er í gangi. Samkvæmt áætlun mun aðalmeðferð standa yfir til 22. maí.

Hreiðar Már og Sigurður hafa aftur á móti ekki mætt í dómsal það sem af er aðalmeðferð.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert