Svona er Akureyri á 2. degi sumars

Það er fátt sem minnir á sumarið á Akureyri þennan …
Það er fátt sem minnir á sumarið á Akureyri þennan morguninn. mbl.is/Skapti Hallgrímsson

„Góðan dag - og gleðilegt sumar!“ skrifaði blaðamaður mbl.is á Akureyri við þessa mynd sem tekin var í bænum í morgunsárið. Töluverður snjór er á Akureyri, nú á öðrum degi sumars. Það er éljagangur allvíða á Norðurlandi og þar er því víða nokkur hálka eða snjóþekja.

Næsta sólarhringinn er spáð norðaustan 5-13 m/s með éljum á Norðurlandi eystra. Það dregur heldur úr vindi í kvöld og frost verður 1 til 6 stig.

Frétt mbl.is: „Þetta var ömurlegur vetur“

Spáin fyrir Norðurland eystra næstu daga er þessi:

Á laugardag:
Norðan- og norðaustanátt, víða 8-13 m/s. Él fyrir norðan og austan, en lengst af þurrt og bjart veður á Suður- og Suðvesturlandi. Frost 0 til 8 stig yfir daginn, mildast sunnantil, en sums staðar frostlaust með suðurströndinni og líkur á stöku éljum þar.

Á sunnudag og mánudag:
Norðan 8-13 m/s víðast hvar. Áframhaldandi éljagangur, en þurrt sunnanlands. Frostlaust við suðurströndina, annars 0 til 5 stiga frost.

Á þriðjudag:
Norðlæg átt með éljum fyrir norðan, en annars þurrt. Hiti breytist lítið. 

Á miðvikudag:
Vestlæg eða breytilega átt með skúrum eða éljum sunnan- og suðvestanlands, en annars úrkomulítið. Hiti 0 til 4 stig vestantil, annars 0 til 5 stiga frost.

Á fimmtudag:
Útlit fyrir fremur svala vestlæga átt með skúrum eða éljum, en þurrt suðaustan- og austanlands.

Veðurvefur mbl.is.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert