„Ferðalag um íslenskan myndheim“

Safnahúsið við Hverfisgötu opnaði á dögunum, grunnsýningin þar er bræðingur úr ólíkum áttum þar sem munir og gripir frá 7 stofnunum eru til sýnis og hver krókur og kimi í húsinu er nýttur undir sýninguna sem Markús Þór Andrésson hafði umsjón með. mbl.is kíkti á sýninguna og ræddi við Markús í vikunni.

Sýningin er samstarfsverkefni Þjóðminjasafns Íslands, Listasafns Íslands, Náttúruminjasafns Íslands, Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum, Landsbókasafns Íslands - Háskólabókasafns og Þjóðskjalasafns Íslands og því er upplifunin nokkuð ólík því að fara á hefðbundið safn eða sýningu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert